Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 22
276 Kirkjufundur. Kirkjuritið. En þar voru iíka ekki minna en 2—3 samkomur á hverjum einasta rúmhelgum degi í einhverjum af þremur samkomustöð- um safnaöarins. Menn skyldu þó ekki ætla, aS altaf hafi verið um að ræða uppbyggilegar kristilegar samkomur, heldur yar einmitt álierzla lögð á það, að menn gætu, einkum börnin, átt þarna sameiginlegar ánægjn og gleði stundir. Var fyrir þvi séð, að börnin í hinum ýmsu félögum gætu á vissum tínnun komið til leika og skemtana, í stað þess að lenda á götunni í ýmsum mis- jöfnum félagsskap. En til allrar slíkrar safnaðarstarfsemi og félagsskapar þarf dálítil húsakynni, auk kirkjuhússins. Sá ég hvergi betur fyrir þeim séð en í Kaupmannahöfn. Þar liafa ver- ið bygðar á seinustu áratugum um 30 nýjar kirkjur, eða lielm- ingur þeirra kirkna, sem þar eru nú, mest fyrir öflugan áhuga og stuðning leikmanna. Og i sambandi við hverja kirkju eru safnaðarhús með sölum fyrir allskonar samkomur ag safnað- arstarf, og verður safnaðarhúsið einskonar annað heimili safn- aðarmanna, enda svokölluð safnaðarheimili, og geta menn þeir, sem slíku liafa vanist, naumast hugsað sér kirkju án safnaðarhúsa. Það væri fyrir ])eim álíka eins og hugsa sér alla starfsemi K. F. U. M. og K. hér í Reykjavik flutta yfir í Dómkirkjuna. í sam- bandi við þessar nýju kirkjur, enda mjög víða i Danmörku, starfa hin svonefndu Menighedssamfund, safnaðarfélög, sem eru einskonar innri hringur hinna áliugasömustu safnaðarmanna og halda samkomur reglubundið 1 sinni i viku. Þar tala oft leik- menn og stundum fleiri en einn á sömu samkomu. Getur það oft verið mikill ávinningur prestunum að 'hafa á þennan hátt bein sambönd við þá menn safnaðarins, sem mest vilja starfa og á sig leggja til efiingar safnaðarlífinu. Hingað til hefi ég lítið minst á Svíþjóð og frjálsa kirkjulega starfsemi leikmanna þar í landi, og er þó merkilegt, hversu þeim málum er þar giftusamlega skipað. Um og eftir síðustu aldamót var allmikil hræring í kirkju- og kristnilífi, og var þá að vakna skilningur manna á nauðsyn aukinnar og víðtækari kirkju- legrar starfsemi, bæði með því að taka upp fleiri starfsgreinar og fá meira en áður hjálp og aðstoð leikmanna. Æskulýðsstarf- semi er þá hafin og kirkjan farin að hafa meiri og virkari af- skifti af mannúðar og fátækramálum. Um 1910 kom einn biskup- anna fram með það nýmæli, að heppilegt væri að koma þessum málum undir eina allsherjarstjórn fyrir landið alt. Var það um þetta leyti samþykt og lögfest. Þannig varð til hin svonefnda Svenska Kyrkans Diakonistyrelse, sem er nefnd presta og leik- manna. í konungstilskipun er svo sagt um tilgang þessarar stofn- unar: Svenska Kyrkans Diakonistyrelse hefir að markmiði, að eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.