Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 33
Kirkjuritið.
Kirkjiiíiindur.
287
happadrjúgar leiðir, en iiitt veit ég líka, að þeir gælu orðið fleiri,
ef þeim væri bent á þörfina. Og einmitt það, sem æskumaður-
inn þráir heitast i trúarstríði, er að geta fengið einhvern góðan
mann ao trúnaðarvini sínum, ef það gæti orðið til þess, að
hann kæmist að liinu rétta, svo að efinn mætti hverfa. Og ef allir
fyndu köllun hjá sér til þess, yrði áreiðanlega mörgum hjálpað.
Eg veit, að slikt er vandaverk. Ég veit vel, að hver sá, er þetta
reynir, verður að setja sig vel í spor æskumannsins, verður að
reyna að skilja liann. Hann verður einnig að gæta þess að vanda
ekki um of um við hann — heldur leiða hann áfram með skyn-
samlegum bendingum og rökum og vera ófeilinn við að kynna
honum sína eigin trúarlegu reynslu og láta hann finna það, hvert
gildi trúin geti haft fyrir manninn — í fám orðum láta sann-
færinguna, skilninginn og bróðurkærleikann tala.
Þá er annað atriðið, og það er, að presturinn taki unga menn
og fræði þá, og geri það ókeypis. En í hverju á sú fræðsla að
vera fólgin? í vetur sem leið gerði ég ofurlitla tilraun með þetta.
Ég gaf öllum unglingum kost á að koma til mín öðru hvoru. Ég
var þannig settur, að þeir gátu fyrirhafnarlítið komið þvi við,
og til mín komu allir unglingarnir úr nágrenninu. Fræðslu mína
sneið ég þannig, að ég reyndi að kenna þeim að meta gildi bók-
menta vorra og temja þeim fagran smekk á mælt og ritað mál
— gerði mér yfirleitt far um að glæða lijá þeim fagurt andlegt
líf. Ég veit ekki um árangur, og mér fanst mér þakkað meir en
vert var, enda voru ástæður mínar þannig, að þetta gat ekki
orðið eins fullkomið og ég hafði óskað. Ég er nú fluttur á annan
stað í prestakallinu, þar sem ég, því miður, get eklci komið þessu
við, og ég veit, að svo er ástatt um marga. En ég vildi beina þeirri
áskorun til allra embættisbræðra minna, sem eru vel settir hvað
alla staðhætti snertir, að gera slíka tilraun, hafi þeir ekki gert
það enn. Ég veit, að slíkt stendur til bóta, og lijálpar áreiðan-
lega mörgum. Unglingurinn kynnist presti sínum, fær traust á
honum og snýr sér jafnvel til hans, þegar hann á í vanda, og er
það ekki einmitt í áttina að markinu?
Þá er þriðja atriðið, skipulagsbundinn ungme.nnafélagsskapur.
Vér höfum öll heyrt um K. F. U. M. Sá félagsskapur hefir áreiðan-
lega haft mikið gildi og hjálpað mörgum ungum manninum til að
finna Krist, en slíkur félagsskapur á erfitt uppdráttar þar sem
strjálbýlið er. í kaupstöðum landsins er hann nauðsynlegur, og
ég vil beina þeirri áskorun til presta og leikmanna, að taka hér
höndum saman og stofna kristilegan ungmennáfélagsskap þar
sem hann er ekki til áður, það er fagurt starf og leiðir ávalt til
blessunar, og hennar meiri en oss geti órað fyrir.