Kirkjuritið - 01.07.1936, Blaðsíða 26
280
Kirkjufundur.
Kirkjuritið.
skólanna. Hann er ekki aðeins frægur skólamaður og ritliöfundur,
heldur góður og mikilvirkur kirkjumaður og á sæti í Diakoni-
styrelsen. Hann hefir þegar áunnið sér gott nafn í kirkjusögu Svi-
þjóðar. É'g kom til Sigtúna seint í marz síðastliðnum. Snjór var
enn á jörðu, en vorið var að koma, sólin hækkaði á lofti og
hræddi snjóinn og þýddi klakann. Það voru sólbjartir dagar. Og
í salarkynnum hinna ágætu skóía var blær vorsins og fegurðar-
innar. Ég minnist hinna glöðu æskumanna. Þar var sól í sál og
sumar í hjarta. Ég gleymi ekki þeim anda vináttu, bjartsýni og
trúar, sem þarna ríkti undir handleiðslu hins trúaða og um
leið víðsýna leiðtoga, sem gert liefir Sigtún að miðstöð menn-
ingar og kristnilífs i þessu glæsilega landi.
Þegar ég nú rifja upp minningarnar um þáttöku leikmanna i
kristilegu starfi erlendis, þá er það margt, sem ánægjulegt er að
minnast. Ég gleymi ekki biblíulestrarfundum í einni kirkjunni
i London, sem voru svo vel sóttir, að nærri var hvert sæti skipað
af áhugasömum áheyreiidum ungra og gamalla af öllum stéttum.
Ég gleymi ekki fundum í drengjafélagi þar í einum söfnuði. Mætti
venjulega hver einasti félagsmaður, og það var ánægjulegl að
heyra vitnisburð og trúargleði hinna ungu manna, sem þar töluðu
og stjórnuðu. Ég minnist liins stórmerka starfs, sem unnið er
meðal atvinnuleysingja í Kaupmannahöfn af ungum manni, sem
heitir Aage Falk Hansen, manns, sem skilur kjör þeirra betur en
flestir aðrir og þeir dá og virða. Voru guðsþjónustur lians
svo vel sóttar, að þessir menn töldu það ekki eftir sér að standa
í hópum 1—2 klukkutima fyrir utan dyr samkomuhússins til þess
að geta tekið þátt í guðsþjónustunni. Húsið var ávalt ]iéttsetið og
þar samankomnir menn hundruðum saman. Oft fær liann ein-
hvern þessara manna til þess að tala og flytja vitnisburð á þess-
um guðsþjónustum, og er það áhrifamikið, og margir þeirra vinna
óþreytandi að því, að bjarga félögum sínum og heimilum þeirra.
og er starf þetta i alla staði hið merkilegasta. Ég minnist fundar
með um 60 af prestum Kaupmannahafnar, en þar voru mættir 3
leikmenn tilheyrandi Oxfordhreyfingunni nýju. Einn þeirra
var læknir, hinir 2 verkfræðingar. Ekkert af því, sem sagt
var á þessum fundi, liafði eins mikil áhrif eins og vitnisburður
þessara manna, er þeir lýstu því, hversu óumræðileg blessun
þeim hefði hlotnast fyrr þeirra eigin lif og fyrir heimili þeirra,
er trúarlíf þejrra hafði vaknað og þeir öðlast samfélag við Guð
og frelsarann Jesú Krist. Allir liöfðu þeir áður staðið algjörlega
utan við alt trúarlíf. Einn þeirra hafði ekki i kirkju konúð frá
því á fermingardag, þar lil líf hans breyttist nýlega fyrir áhrif
frá Oxfordhreyfingunni. En það er einkenni þeirrar hreyfingar,