Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 8

Kirkjuritið - 01.07.1936, Side 8
262 Kirkjufundur. Kirkjuritið. KRAFTUR TRÚAR OG KÆRLEIKA. PRÉDIKUN SÉRA ERLENDS ÞÓRÐARSONAR. Hefir þú lesið Efesusbréfið? Engin nútímaprédikun jafnást á við ])að. Og þó er bréf j)etta — eftir því, sem það segir sjálft frá —ritað af bandingja í fanga- klefa. Við hvert orð, er bann ritar, hringlar í hlekkjunum, sem hendur lians eru bundnar með. — Hvað væri eðiilegra en að þessi þungu kjör hefðu sett mót sitt á efni þessa bréfs? Hvað væri eðlilegra en að andvörp hins hlekkjaða manns kæmu fram í þessu riti hans? — En þess sjást engin merki. Þegar í upphafi þessa bréfs kemur liugur Páls á móti oss þróttmikill og bjartur af lofgjörð: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem i himinhæðum liefir fyrir Krist blessað oss með hverskonar andlegri blessun“. Og þessi hugar birta er yfir öllu bréfinu til enda; innileg lofgjörð til Guðs fyrir náð hans og elsku og öll af- rek Krists mönnunum til hjálpræðis. Jafnframt ritar hann föðurlegar áminningar til lesendanna, svo sem þessi orð: „Og vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekj- ast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar, heldur að ástunda sannleika í kærleika og vaxa að öllu upp til hans, sem er höf- uðið — Kristur“. „Látið hverskonar beiskju, ofsa, reiði hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður, en verið góðviljaðir hver við annan, miskunn- samir, fúsir að fyrirgefa hver öðrum eins og líka Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður“. Aðeins á einum stað víkur hann að hag sínum, ekki kvartandi, heldur hughreystandi: „Ég bið, að þér látið ekki hugfallast út af þrengingum mínum; þær verða yður til blessunar". Við lestur ])essa bréfs — við hrífandi kærleiksyl þess — við hina miklu birtu lofgjörðar og öryggis, sem út frá því skín, verð- ur maður að áiykta: Hvílíkur kraftur er hér ekki að verki — kraftur, sein hefir fengið fangann til þess að gleyma jafnvel hlekkjunum um höndina, er hann ritar með! Vér vitum, hvaðan hann öðlast þennan andlega mátt, er hann á öðrum stað lýsir sem friði Guðs í sálunni, sem æðri sé öllum skilningi. Hann bendir lesendunum á þennan mátt í textanum, er ég las, og bið- ur um hann þeim til handa — biður um kraft Guðs anda bið innra með þeim — að Kristur mætti fyrir trúna búa í hjörtum þeirra og þeir verða rótfestir og grundvallaðir i kærleika. Þetta er söguleg staðreynd.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.