Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 7

Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 7
Kirkjuritið. Himnaboðskap heyrðunú. Himna boðskap heyröu nú haldinn myrkri jarðar lýður, móti honum tak í trú, trú er elskan, sem hann býður Ljóssins herra, lífsins hnoss, lausnarinn er fæddur oss. Jólastjörnu skinið skært skín með ljóma í kristnum álfum, vekur þig, svo verði kært að veita lotning Kristi sjálfum. Lífsins herra, sannleiks sól syngdu lofsöng, haltu jól. Kristur, fylling kærleikans, komst til vor frá dýrðar sölum, klæddur flíkum fátæks manns fórst um kring í jarðardölum, komst til þess að bæta höl, bera syndir, líða kvöl. Guðdóms fagri geisli þinn gef að sálum þjóða lýsi, þá mun haldast þrótturinn, þó að bárur krappar rísi. Þegar jarðlífs þrýtur sól, þú munt gefa eilif jól. Halldór Benediktsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.