Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 10

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 10
352 Erlendur Þórðárson: Nóv.-Des. oss enga furðu. En svó segja fræðimenn oss, að ekkerl líf gæti verið á jörðu vorri, ef vatninu væri ekki búin þessi öfugu lögmál við önnur efni. Og livað segja fræði- menn oss um demantinn, sem er dýrastur og fegurstur allra gimsteina? Þeir segja hann úr sama efni gjörðan og Ijósreykinn svarta, er leggur upp úr glasi lampans, þegar hann reykir. Þannig mætti lengi telja. Sannarlega erum vér umkringd furðulegum hlutum. Og ef vér gerum oss grein fyrir, að svo er, þá verður frásagan um undur jólanæturinnar við Betlehem ekki eins fjarlæg möguleikunum, svo undrun vorri getur fylgt meira af lotningu og minna af efa. Það er ekki hægt að benda á nokkurar minstu líkur fyrir því, að fjárhirðarnir hafi farið með ímyndað mál. Og þeg- ar all líf Jesú, starf og furðuverk, er í minni haft, þá verða undursamlegir atburðir jólanæturinnar ekki nema eðlilegl upphaf allra þeirra dásemda. Þetta er kristnum mönnum ljóst, og jólahátíðin er haldin dýrðlegust allra hátíða ársins. Þó er ])að ekki svo fyrsl og fremst vegna hinna undursamlegu athurða hennar, heldur vegna þess, hver hann var og hvað hann gerði, hann sein englarnir hoðuðu, að fæddur væri og lagður í jötuna í Betlehem. Fyrir hjálpræðisboðskap hans, opinherun og afrek má segja, að himnarnir hafi opnast fyrir vitund manna, að brúað hafi verið að nokkuru hið mikla djúp milli hins sýnilega og ósýnilega, og svo dásamlegir hlutir lúlkaðir inn í hjörtu mannanna, að tilveran öll fær nýll og bjartara viðhorf, svo breytt viðliorf svo ný og dásamleg verðmæti, að hinn fátæki getur fyrir þau verið auðugri og farsælli en hinn ríki, hinn sjúki glaðari hin- um hrausta, — og litla kerlaljósið á jólaborðinu bjartara öllum ljósum veraldar. Þetta eru jólaundrin í viðtækustu merkingu. Fátæk- um er hoðað fagnaðarerindi. Oss þreyjandi, skammsýnum og máttlitlum mönnum er fluttur hjálpræðisboðskapur,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.