Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 11

Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 11
Kirkjuritið. Gimsteinn á dagana festi. 353 eilífur að gildi fyrir öll aldurskeið mannsins, bernsku, manndómsár og elli. *** Nýlega útkomin ljóðabók vestur-íslenzku skáldkon- unnar Jakobinu Johnson byrjar á þessum ljóðlínum: Líður að jólum, ljúfust gleði, kveikt eru á borði kertaljós. Og þótt rafljósin rjúfi myrkur heillar heimsálfu á helgri nóttu, eru mér kærusl kertaljósin góðra minninga. Gleðileg jól. Hér er lýsl undramætti jólanna, er getur gefið litlu kertaljósi ljúfari birtumátt heldur en út frá hinum björt- ustu rafljósum stafar. Ég held, að allir þeir, sem upp liafa alist á kristnum heimihun, muni hafa fundið þetta. Jóiin eru fyrst og fremst heimilishátíð. Ekki liátið stór- iiópa flokka eða stétta, heldur liátið nánustu vina á hverju heimili. Og hvenær höfum vér séð ljúfari, bjartari, meir fögnuðvekjandi ljós heldur en kertaljósin, sem kveikt voru á jólakvöldi á berskuheimilum vorum. — Myndi frá nokkurum öðrum ljósum jafnmikil birta hafa skinið inn í sál vora eins og frá þeim? Ég hvgg, að flestir myndu svara því neitandi. Það er ekki erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig á þessu stendur. Barnssálin er undurnæm fyrir því, sem umhverfis er eða gerist á líðandi stund. Það er oft eins og' andrúmsloftið eða hlær heimilisins tali með dulrænum liætti til barnshjartans. Það er svo undurnæmt fvrir því, sem bærist í huga ástvina þess og samvistarmanna. Hjarta-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.