Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 23

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 23
Kirkjuritið. Kirkja Finnlands. 365 Finnlandi haí'a grísk-kaþólska trú, og enn eru í landinu fjögur klaustur og tvö grísk-kaþólsk biskupsdæmi. --------Árið 1917 braust út ógnaröld í Finnlandi. Öld- ur rússnesku byltingarinnar flæddu yfir það. Ægileg borg- arastyrjöld hófst, er stóð yfir í nokkura mánuði, þar sem „bræður börðusk". — Þessir tímar urðu finsku kirkjunni þungir í skauti, enda hefir hún síðan verið kölluð píslar- vættiskirkja Norðurlanda. Bolsbevikkar myrtu 10 presta og 9 aðra embættismenn kirkjunnar á hryllilegan liált. 10 kirkjur voru brendar og yfir 20 kirkjur rændar og ruplaðar belgum dómum og öðru merkilegu verðmæti. Sjálfsagt liafa þessir atburðir valdið því, að allmargir prestar gerðust sjálfboðaliðar í her Mannerlieim, er barði byltinguna niður og leysti Finnland úr ánauð. Af þeim tæplega 20 prestum, er ég kyntist í Finnlandi, liöfðu þrír verið í stríðinu og kom mér það kynlega fyrir. — í kjölfar stríðsins læddist bungurvofan. A þessum erfiðu tímum vann kirkjan margt líknarverk og jók álit sitt í vitund þjóðarinnar. Og þess naut hún við löggjöf þá, er finska þingið skóp lienni á næstu árum og endanlega var samþykt 1923. Samkvæmt benni nýtur kirkjan mikilla réttinda, og mun hún frjálslyndasta kirkjulöggjöf Norður- landa. Verður ekki annað sagt en kirkjan ráði sínum ráð- um sjálf og að hún eigi mjög litið undir náð ríkisvaldsins. Þjóðkirkja er hún að því leyti, að bún nýtur umsjár og verndar ríkisins. Auk þess greiðir ríkið æðstu embættis- mönnum kirkjunnar laun: Biskupum, dómpróföstum, trúarbragðakennurum, herprestum, og leggur fram nokk- art fé til mannúðar og líknarstofnana, sér um endurbætur á merkilegum kirkjum og leggur fátækustu söfnuðum fé. Þá má geta þess, að ríkisforsetinn skipar biskupa, einn af þrem, sem blutaðeigandi kórsbræður (dómsamkunda) tilnefna. — Að öðru leyti er kirkjan óbáð ríkinu og ræður málum sínum í einu og öllu. Svo sterkt er vald kirkjunn- ar, að þingið getur ekki samþykt neitt varðandi liana, sem bún sjálf er á móti. Með binni vinsamlegu löggjöf, er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.