Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 36

Kirkjuritið - 01.12.1939, Side 36
378 Selma Lagerlöf: Nóv.-Des. þá; kaldur svitinn spratt fram á enni þeirra, og hendur þeirra voru máttvana. Eitthvað hræðilegt hlaut að vera í aðsigi. En enginn þeirri vildi láta sjá ótta á sér; allir sögðu við keis- arann, að þetta væri góður fyrirboði og jarteikn. 011 náttúran héldi niðri í sér andanum til þess að heilsa nýjum guði. Þeir hvöttu Ágústus til þess að hraða fórninni og sögðu, að Völvan forna hefði áreiðanlega stigið út úr helli snum til þess að heilsa verndaranda hans. En sannleikurinn var sá, að Völvan forna horfði svo hugfangin, að hún hafði ekki einu sinni hugmynd um það, að Ágústus var kominn upp á Capitolium. Hún var hrifi ní anda til lands langt í burtu og reikaði þar um víðan völl. I myrkrinu rak hún fæt- urna í eitthvað, sem hún hélt að væru þúfur. Hún laut niður og þreifaði fyrir sér — nei, það voru ekki þúfur, heldur kindur, hún var á ferli innan um stórar fjárhjarðir í svefni. Nú sá hún eld hirðanna, hann brann á völlunum, og hún þreif- aði fyrir sér þangað. Hirðarnir lágu sofandi við eldi.nn og höfðu hjá sér broddstafina löngu til varnar hjörðinni gegn villidyr- um. En litlu dýrin fráneygu með loðna skottið, sem læddust að eldinum — voru það ekki sjakalar? Og hirðirnir skutu ekki broddstöfunum að þeim. Hundarnir héldu áfram að sofa. Féð flýði ekki. Og villidýrin tóku á sig náðir við hliðina á mönnunum. Þetta var það, sem Völvan sá, og hún vissi ekkert um það, sem gerðist fyrir aftan hana á tindinum. Hún varð þess ekki vör, að þar var reist altari, bál tendrað, reykelsi stráð yfir það og keis- arinn tók aðra dúfuna úr búrinu til þess að fórnfæra henni. En hendur hans voru svo aflvana, að hann gat ekki haldið fuglinum- Hann losaði sig í einu vængjataki og hvarf í myrkur næturinnar. Þegar það varð, litu hirðmennirnir tortryggnisaugum til Völ- unnar fornu. Þeir hugðu, að hún ætti sök á óhappinu. Því að ekki gátu þeir vitað það, að enn stóð hún í anda við eld hirðanna, og að hún lagði eyrun við daufum hljóm, sem barst titrandi um dauðakyrð næturinnar. Hún heyrði hann löngu áður en hún varð þess vör, að hann kom ekki frá jörðinni, heldur ofan úr loftinu. En þegar hún hóf upp höfuð sitt, sá hún bjartar, ljómandi verur svífa fram uppi í myrkrinu mikla. Það voru sma- flokkar af englum, sem flugu fram og aftur yfir víðu völlunum. sungu unaðslega og voru eins og að leita. En á meðan Völvan hlýddi á englasönginn, bjóst keisarinn til að færa nýja fórn. Hann þvoði sér um hendurnar, hreinsaði altarið og lét rétta sér hina dúfuna. En þótt hann reyndi af öllu megni að halda henni, þá smaug háll búkurinn úr greipum hans og hóf flug upp í svarta myrkrið.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.