Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 40

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 40
Nóv.-Des. Jólin. Eilífur friður anda mínum svalar, alvaldur Guð er hjarta mínu nærri, nóttin er heilög, drottinn til vor talar. töfrandi er geisladýrð frá stjörnu skærri. Birtir í huga, burt er rökkursgríma, berst ég í leiðslu gegnum rúm og tíma. Guðlegar myndir birtast sálarsjónum: Svífandi englaskari um geiminn líður, stjörnurnar gullnu glampa á hvítum snjónum. gistir í fjárhúskofa Jesús blíður. Hirðarnir vaka, hljóð er næturstundin, himnarnir opnast, Messías er fundinn. Jólin við köllum hátíð hátíðanna, hugtakið fagra ber hið sanna merki, þá styttist bandið milli Guðs og manna, mjög sést þess vottur bæði í orði og verki. Nú segja allir: Nú má engum gleyma, núna finst öllum bezt að vera héima. Samúðin vaknar, sorgaröldur lækka. sigur hins góða fyllir hugi manna, góðverkin fjölga, gleðibrosin stækka, gleymist nú strit og mæða dagsins anna. Allir í friði og eining vilja mætast. Eilífðarþrár og helgir draumar rætast. Afmælisfögnuð enginn veitti slíkan, allir fá sama rétt að veizluborði, frelsarinn kallar fátækan og ríkan, friðinn hann bauð og kærleikann í orði. Ólík þó sýnist ytri kjörin vera, enginn veit, hverir þyngstu raunir bera.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.