Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 46
:í88
Björn 0. Björnsson:
Nóv.-Des.
unum hefir auðnast að svara að sumu leyti jafnvel fegur
en þeir liafa kanske vitað af, þar sem þeir á aðalminningar-
liátíð sinni um hann allan og árangur lífs hans setja sér
hann fyrir sjónir sem Iiið nýfædda harn, Guðssoninn,
Mannssoninn, hið einfalda og vndislega tákn þess, að mað-
urinn þurfi ekki að hlygðast sín fyrir sjálfan sig, eins og
hann er frá náttúrunnar hendi, þvi að hann sé fæddur i
Guðs mynd, sé nokkurskonar guðlegt fóstur. „Slíkra er
guðsrikið.“
Þannig er það vel skiljanlegt, að jafnframt því sem
ln-jóstvit manna hefir leitt þá óafvitandi til þess, að helga
jólin Jesúbarninu, barnshugmyndinni yfirleitt, þá liefh'
I)að leitt þá til þess að gera jólin að fullkomlega frjáls-
iegri, almennri gleðihátíð, hinni víðtækustu gleðiliátíð:
Bænar og lofsöngva, þrifnaðar og viðhafnar og allrar lífs-
nautnar, sem ekki er mörkuð soramarki kærleikslausrar
girndar. Þvi að trúin á barnið er einmitt trúin á manneðlið
í heild, eins og skai)arinn hefir gengið frá þvi, trúin á
frelsið og gleðina, sem takmarkast af engu nema kærleik-
anum. Jólin eru gleðihátíð frelsisins, gleði- og þakkar-
hátið gjörvalls liins mannlega eðlis — því sannfrjálsari,
sem þakkargerðin til gjafarans allra góða hluta er inni-
legri, ástarjátning harnsins gagnvart föður sínum o-
sjálfráðari.
I ÓLIN eru dularfull hátíð og dásamleg- Þau konia
r í vetrarkuldanum, í dimmasta skammdeginu líkt og
hjartur yljandi geisli frá æðra lieimi; likt og fyrirboði
þess, að Guðs riki muni koma „svo á jörðu sem á liimni.
Á jólunum reynir hver að hera annars byrði fremur en
endranær; þá þola menn helzt ekki að vita til þess, að
náunginn sé svangur eða klæðlítill eða að híbýli hans seu
köld og dimm. Þá er eins og mönnum skiljist sem snöggv-
ast þar, sem auðæfin eru, að ekki er unt að njóta lífsins
af öllu hjarta, á meðan náunginn líður skort. Þá er eins
og menn viðurkenni óbeinlínis kærleikann sem drottin