Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 47

Kirkjuritið - 01.12.1939, Síða 47
KirkjuritiS. HátíS manneðlisins. 38ð lifs síns og réttan eiganda alls þess, er þeir eru vanir að kalla silt. Og kærleikurinn launar fyrir sig með því að sýna þeim sannfrjálsan gleðidag. Frjáls gleði er hið dá- samlega yfirbragð jólanna, en kærleikurinn hin dulda undirstaða. Líkt og geisli frá sól kærleika og frelsis koma jólin einnig til vor, íslenzkrar alþýðu, ylja oss um lijarta- ræturnar og birta upp ásjónir vorar, gefa samfélagi voru dag, er ber svip af öðrum og betri heimi. En eins og allar aðrar góðar gjafir verður þessi dýra gjöf til að skuldbinda oss: Oss er ætlað að sjá í jólun- um fyrirboða þess, er koma á, hæfileika vors eigin eðlis til að læra að lifa í betra beimi — og því jafnframt eðlis- skyldu vora til að belga oss alla, krafta vora, efni og tæki- færi, baráttunni fyrir því, að sá lieimur framlei-ðist þá lika mitt á meðal sjálfra vor, liið helga ríki kærleika og trelsis nálgist það með krafti að taka við völdum á jörðinni. Dylst yður, bræður mínir og systur, að vandi fylgir einnig vegsemd jólanna; vandi „þess oks, sem er indælt, þeirrar byrði, sem er létt“? Vandi þess að leiða í fult Ijós og lireint, leiða fram til þroska alt bið guðdóm- lega, sem fólgið var í yður sem nýfæddum börnum? Dylsl yður, bræður mínir og systur, að þetta bvorttveggja — um yður sjálf og um ríkið — er einmitt fagnaðarerindið, sem táknað er i líkama bins nýfædda barns? Verið börn — og trúið gleðiboðskapnum.“ fí jörn 0. Björnsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.