Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 52

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 52
394 J. L.: Guði er ekkert ómögulegt. Nóv.-Des. En einmitt í sömu andránni var jiað, sem mér tókst að kveikja á lampanum. Þctta var þá ástæðan til þess, að ég skyldi sveitast blóðinu heilan klukkutíma, hugsaði ég: Hann Ólafur átti að fá að vera með og sjá myndirnar. Ó, þú, undursamlegi Guð. Og hann hélt áfram að segja frá: „Það kvöld gekk ég grátandi heim, og síðan leitaði ég Guðs af heilum hug, og hún mamma hjálpaði mér. Og nú hefi ég fengið frið við Guð og er orðinn barn hans“, bætti hann við og brosti glöðu brosi. Ekki löngu síðar hélt ég kveðjuprédikun í einni af kirkjunum mínum. Ólafur var þar einnig í hópnum, sem gekk í kringum altarið og lagði á það gjafir. Hann hafði farið alla þessa löngu leið til þess að kveðja mig. Hann lagði stórt, þykt umslag á alt- arið og kinkaði kolli til mín. Eg opnaði umslagið í skrúðhúsinu, og þá valt út úr því hring- ur, og á blaði stóð skrifað: „Lunde prestur. Viltu þiggja þennan hring til minningar um mig. Ég get aldrei gleymt þér. Ólafur Þórðarson“. Þann hring hefi ég altaf borið síðan. — Þarna getið þið séð hann. — Og hvert sinn, sem mér verður litið á hann, get ég ekki annað en hugsað: „Ó, þú, undursamlegi Guð. Þér er ekkert ómögulegt". Var þetta ekki merkileg saga? Og hún á að kenna okkur það, að ef við aðeins erum þolgóð og gefumst ekki upp, þótt við verðum að sveitast og streitast og sjáum engin ráð — þá munum við vissulega sjá, að orð engilsins við Maríu eru sönn og áreiðanleg: „Guði er ekkert ómögulegt“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.