Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 54

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 54
Nóv.-Des. Johan Olof Wallin. f ár er liðin rétt öld frá l>ví, er John Olof Wallin, hið mikla sálmaskáld Svía, lézt. Wallin var öndvegissálmaskáld Svía líkt og Hallgrímur Pétursson meðal íslendinga, þó að þeir séu annars ólíkir urn margt, og langur tími sé milli þeirra. Það er ekki úr vegi, að Kirkjuritið minni.st Wallins með fáum orðum á þessu hundrað ára dánarafmæli hans, og þá ekki sízt fyrir það, er norræn andleg sam- vinna er svo mikið rædd og að henni hlúð á vorum dögum. Wallin var fæddur í Tunahéraðinu í Dalarna árið 1771, á heimili móðurforeldra sinna. Hann var af góðum bændaættum. Annars var faðir hans lágt settur liðsforingi, en móðir hans dóttir yfir' manns við skógarhöggið. Foreldrar Wallins áttu margt barna, dóu mörg þeirra í bernsku. Wallin var elztur í systkinahópnum. Foreldrarnir voru fátæk, og varð hann því á unga aldri að bjarga sér sjálfur. Snemma bar á ágætum gáfum hjá drengnum, og er talið að hann hafi erft þær frá móður sinni. Var hún talsvert upplýst kona. Frá föður sínum tók hann í arf skipulagsgáfu, stjórnsemi og Johan Olof Wallin. hæfileika til að vinna hugi fólks. Skáldskaparhneigðar gætti snemma hjá drengnum, og kornungur fór hann að yrkja. Orðins list var honum í blóð borin. ímyndunaraflið var auðugt. Gömul æfintýri og sögur drakk hann í sig og orti önnur ný sjálfur. Þegar hann reikaði einsamall um hlíðar og skóga, hélt hann heil- ar prédikanir yfir trjánum og steinunum, er urðu á vegi hans, ÞVI

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.