Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 60

Kirkjuritið - 01.12.1939, Page 60
102 Vald. V. Snævarr: Nóv.-Des. safnaðarmanna næsta dag á undan messudegi. Hefir oftast verið messuboð í blaðinu og sálmarnir tilgreindir, sem syngjast skyldu, o. fl., er snerti hlutaðeigandi guðsþjónustu. Aunars hefir verið reynt að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttasl. Það hefir flutt sálma og Ijóð, yfirlit yfir störfin i söfnuðinum um kirkjuára- mótin, safnaðarsvörin við messusönginn (textana), leiðbeiningar fyrir söfnuðinn um sérstakar guðsþjónustur (t. d. á langafrjá- dag), tilkynningar frá presti, organleikara og sóknarnefnd, kirkjureikningana í útdrætti, smágreinar um útlit og endurbætur kirkjuhússins, s. s. um byggingu kórs og skrúðhúss, liitunar- tækin, málningu kirkjunnar o. fl. Ennfremur hefir það fluti minningarorð um látna safnaðarmenn, ávörp við ýms tækifæri, hvatningarorð um góða þátttöku i kirkjusöngnum og handa- vinnukvöldum þeim, sem safnaðarkonurnar hafa stofnað til, iindir forystu prestsfrúarinnar. En eins og að líkindum lætur, verða höfundarnir að forðast alla mælgi og koma efninu fyrir i fám orðum, en það er oft „þrautin þyngri“. Einstaka sinnum hafa smámyndir birzt í blaðinu, en sjaldnar þó en skyldi. AH er unnið kauplaust: Myndaskurður, vélritun og fjölritun, enda er blaðið sent ókeypis um bæinn. Gjafir berast blaðinu við og við, en dálítill halli er samt á útgáfunni, enda hefir ekkert verið gert til að afla fjár handa því. Það er aðeins jiakksamlega við því tekið, sem fram er borið. Skal þess með þakklæti getið, að gjöfum fer fjölgandi, og lel ég það vott þess, að blaðið sé að afla sér vinsælda. Ég hefi þá skýrt frá starfsháttum okkar, Nessafnaðarmanna, i þessum efnum. Það er langt frá, að af miklu sé að láta. Þvert á móti! Alt er á byrjunarstigi og ófullkomið mjög. Saml er hugsað til að halda blaðinu áfram, og til stendur að stækka það um helming, þannig að út komi fjórar síður á mánuði í stað tveggja, eins og oflast hefir verið hingað til. Þessar tvær við- bótarsiður verða að mestu helgaðar skóla- og uppeldismálum bæjarins. Þau mál eiga að vera eftir eðli sínu hugðarefni hvers safnaðar. Vænta þeir, sem að blaðinu standa, að það megi verða tengiliður milli heimila, skóla og lcirkju, ef alt fer að óskum- Myndi það tryggja framtíð jiess, áhrif og vinsældir. Þótt reynsla min sé hvorki mikil né margra ára, þá virðisl mér hún benda í þá átt, að safnaðarblöð séu líkleg til að glæða kirkjulífið og safnaðarvitundina. Ættu fleiri að reyna, prestai og leikmenn. Kostnaðurinn er ekki mikill, þar sem ekki þm að kaupa fjölrita og ritvél, en þau tæki eru víða til í verzlunum og skólum, og ætli safnaðarstarfsemin að geta notið góðs •' • Annars mætti sem bezt komast af með svokallaðan bektograt 1

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.