Kirkjuritið - 01.06.1942, Síða 6
180
Ásmundur Guðmundsson:
Júní-Júli.
Guði sett, og hefði hvor um sig sitt starfssvið samkvæmt
vilja Iians. í málum ríkisins hæri kristnum mönnum
skylda til að hlýðnast löglegum yfirvöldum. En ríkið
hefði alls ekkert vald yfir orði Guðs, trú manna, sam-
vizku né sálum. Ef það ætlaði sér að hafa kirkjuna að
pólitísku verkfæri, þá væri lienni skvlt að rísa öndverð
í móti.
Landstjóri hét kirkjunni fullu frelsi, ef hún hefði
engin afskifti af stjórnmálunum. En svar kirkjunnar
var á þá leið, að því aðeins gæti verið um samstarf
ríkis og kirkju að ræða, að ríkið tálmaði ekki hoðskap
hennar, að orð Guðs næði að hafa áhrif á siðferði manna
og félagslíf.
II.
Næsta hernámsárið, 1941, harðnaði deilan í milli ríkis
og kirkju. Er auðséð af skrifum Berggravs biskups í árs-
byrjun, að hann gjörir ráð fvrir miklum ofsóknum af
hendi rílcisvaldsins gegn kirkjunni og að enn kunni
ýmsir að verða að þola píslarvætti. Hann segir meðal
annars: Þegar sannleikurinn verður oss heilagur, þá
gerast menn píslarvoltar. Og aðeins þá, er hlutverk
manna verður þeim lieilagt, verður það afl í sálum þeirra
og lætur þá vinna mestu afreksverk. Sama gildir um
félagsskap manna. .. . Þegar Thomas More komst í ósátt
við konunginn, af þvi að hann vildi ekki styðja vilja
konungs gegn samvizku sinni, þá var honum varpað í
fangelsi. I fangelsisklefanum ritaði hann dóttur sinni
þessi orð: „Það er styrkur minn og huggun að minnast
þess, að í allri dauðans angist minni hefi ég fyrir Guðs
náð aldrei samþykt neitt, sem stríðir gegn sannfæringu
minni“. Leyndardómur trúarinnar er sá, að hún lætur
menn verða frjálsa til þess að lifa fyrir sannleikann,
góðleikann og réttlætið og að þola einnig þjáningar, ef
þörf gerist. Orðin í kirkjubæn vorri styrkja menn og
hugga: Þú ert styrkur þeirra, sem ofsóttir eru fyrir rétt-
lætis sakir.