Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 7
Kirkjuritið.
Stríðskirkja Noregs.
181
I febrúarmánuöi skrifuðu biskuparnir kirkjumálaráð-
berra meðal annars á þessa leið:
„Kristnir menn játa í annari grein trúarjátningarinn-
ai' trú sína á Jesú Krist sem drottin sinn, og' það er
helgust skylda kirkjunnar að blýðnast honum. Guð
hvorki vill né getur látið nokkurn annan ríkja yfir
mannssálunum en hann einan.
Þar sem boðorð Guðs eiga að vera grundvöllur alis
félagslíf, þá hlýtur kirkjan að boða þau skýrt og skorin-
°rt. Það stoðar ekki hót að segja kirkjunni, að þá sé
hún að skifta sér af stjórnmálum. Lúter taldi það skvldu
kirkjunnar að brýna fyrir yfirvöldunum, að þau ættu
að hlýðnast æðsta valdinu, Guði sjálfum. Og þegar yfir-
völdin láta það viðgangast, að mannssálirnar séu beitt-
ar rangindum, ofbeldi og kúgun, þá verður kirkjan að
standa vörð um samvizkur manna. Mannssálin er meira
vii’ði en allur beimurinn.
Þessvegna leyfa biskupar kirkjunnar sér að vekja
atiiygli ráðherrans á ýmsum framkvæmdum og fyrir-
skipunum nú fyrir skemstu, sem kirkjan telur í and-
stöðu við lög Guðs og vekja þá hugmynd, að landið sé
ekki aðeins hernumið, lieldur riki þar bylting. Kirkjan
getur aldrei þagað við því, að boðorð Guðs séu brotin
°g syndin látin drotna. I þessum efnum mun kirkjan
ekki hvika um hársbreidd, og pólitískt vald skal þar
er*gu fá um þokað. Vér heitum því á stjórnendurna að
hætta öllu því, er brýtur í bág við heilög lioð Guðs um
i’éttlæti, sannleik, samvizkufrelsi og góðvild“.
Lítt lét Quisling sér segjast við þetta, en revndi þó
að vingast við kirkjuna með því að láta stofna „kristi-
leg“ félög meðal fylgjenda sinna, sem munu vera um
2% af allri þjóðinni. Einkunnarorð þesskonar félags-
skapar eru: Fvrir Guð, Quisling og föðurlandið.
Ennfremur var Oxfordhreyfingunni leyft að starfa i
^íoregi, en hún hafði verið bönnuð þar áður. Ronald
Eangen rithöfundur, einn af helztu forvigismönnum