Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 28

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 28
202 Sveinn Víkingur: Júní-Júlí. gkektasta og tekj urýrasta prestakall landsins og setjasl að í hinni strjálbýlustu heiðabygð Norðurlands. Sjálf- sagt liafa viðbrigðin verið mikil og bvrjunarörðugleik- arnir margir. En ég hygg, að hin ungu hjón hafi lagt vonglöð og ókvíðin í þessa ferð, sannfærð um það, að örðugleikarnir eru til þess að sigrast á þeim, en elcki til þess, að við skulum flýja þá. Og fjallabygðin, sem beið þeirra, á þann „frjálsa fjallasal“ og þá heillandi fegurð, er veitir hljóðan unað, og seint gleymist. Verkefnin reyndust og' þegar ærið nóg. Þegar á næsta ári var hin- um unga presti falin þjónusta Svalbarðsprestakalls í Þistilfirði, og nokkuru síðar einnig þjónusta Hofspresta- kalls í Vopnafirði. Hafði hann þannig um nokkurt skeið þjónustu þriggja víðlendra prestakalla á hendi samtím- is. Munu kunnugir bezt til þekkja, hvílíkt feikna starfs- þrek og dugnað muni til hafa þurft að liafa slika þjón- ustu á hendi, þar sem yfir var að sækja tvo af hinum lengstu og verstu heiðarvegum þessa lands. Eftir tveggja ára starf i Fjallaþingum fékk séra Páil veitingu fyrir Svalbarðsþingum í Þistilfirði, og reistu þau hjónin þá bú að Svalbarði og bjuggu þar rausnarbúi fram til ársins 1928. Þá fluttpst þau í kauptúnið Raufar- höfn á Melrakkasléttu, en þar var þá vaxið upp álitlegt þorp, og kirkja reist þar árið áður. Sú kirkja hafði áð- ur staðið á Ásmundarstöðum, og hafði séra Páll verið prestur sóknarmanna þar frá árinu 1912, er Ásmundar- staðasókn var sameinuð Svalbarðsprestakalli. Prófastur í N.-Þingeyjarprófastsdæmi var séra Páll skipaður vorið 1908, og gegndi hann því starfi til ársloka 1941, er liann sagði því af sér vegna vaxandi heilsu- brests. Séra Páll var hinn gjörvilegasti maður að vallarsýn, meðalhár en þrekvaxinn nokkuð, „þéttur á velli og þétt- ur í lund“, eins og Grímur kvað forðum, og lét ekki feykja sér lengra en hann sjálfur vildi. Hann var fríður maður sýnum, ennið hátt og hvelft og svipurinn festu-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.