Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 73
Kirkjuritið. Faðirinn stendnr við stýrið.
247
Jjessa öruggu trú, hvað sem á dynur. Því að þá er ég viss um,
að þið verðið öll skylduræknir og góðir hásetar og að skútuna
ykkar ber að lífsins landi. Og því skuluð þið horfa fram og
horfa hátt, hress og glöð í bragöi. í bópi ykkar eru mörg góð
mannsefni, bæði konur og karlar. Notið, vinir, vorsins stundir,
verjið tíma og kröftum rétt. Látið ekki glasaglauminn og grá-
lynda tízku ná tckum á ykkur. Fylkið liði gegn áfengis- og
tóbaksnautninni, sem er að mergsjúga allt of marga æskumenn
og konur. Sláist í hóp þess æskulýðs, sem starfar undir merkj-
um Góðtemplarareglunnar eða Skátareglunnar hér í bænum, og
gefið hollum íþróttaiðkunum og útilífi tómstundir ykkar. Og
gleymið ekki kirkjunni. Það er jmoskagjafi. Það er drengileg
viðleitni til þess að verða fullgiidir hásetar á skútunni, vaskir
og góðir þegnar konungsins mikla,- sem við stýrið stendur.
Hafið svo hjartans jíakkir fyrir öll samveruárin. Guð blessi
ykkur öll.
Snorri Sigfússon.
Fréttir.
Prestahugvekjurnar.
Skv. ályktun aðalfundar Prestafélagsins eru þeir séra Friðrik
•I. Rafnar vígslubiskup og séra Óskar J. Þorláksson að athuga
möguleika á útgáfu Prestahugveknanna á Akureyri. Eru allar
líkur til þess, að þær verði prentaðar þar. Þeir prestar, sem
eiga tftir að senda hugvekju, geta enn komið þeim í tæka tið
til séra Árna Sigurðssonar eða Ásmundar Guðmundssonar.
Biskupsvisitazía.
Sigurgeir Sigurðsson biskup hóf yfirreið um Snæfellsnes-
prófastsdæmi um miðjan júlímánuð. Verður sagt nánar frá henni
í næsta hefti.
Stud. theol. Robert Jack
hefir verið falin nú í sumar nokkur prestsþjónusta í Staðarhóls-
þingum.
Eiríkur Jón ísfeld cand. thsol.
hefir verið settur prestur frá 1. júlí í Rafnseyrarprestakalli í
Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi.
Jens Benediktsson cand. theol.
hefir verið settur prestur frá 1. júlí í Miðgarðaprestakalh i
Grimsey.