Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 29
Kirkjuritið.
Séra Páll Hjaltalín.
203
legur og karlmannlegur. Hann var eygður vel, og glampi
sindraði stundum úr augunum, gáskafullur, en þó mild-
llr og hlýr. Sem prestur var liann mjög vinsæll af sókn-
arbörnum sínum, enda var liann talinn ræðumaður góð-
111' og söngmaður prýðilegur. Séra Páll var maður vin-
fastur en vinavandur, orðheppinn og orðfimur, skemt-
tnn og glaðvær í samræðum og kunni manna bezt að sjá
hið hroslega og segja vel frá. En undir hjó alvara og
hesta hins þroskaða hugar, karlmannlegur styrkur, og
ú’úaröryggi þess, sem veit, á hvern hann trúir.
Æfistarf séra Páls Hjaltalín var unnið í kyrþey, unn-
við erfið ytri skilyrði að mörgu leyti, unnið i einum
lúnna afskektustu prestakalla landsins. Ef starfsvið
hans hefði verið rýmra og verkahringurinn stærri og
nieira á almannaleið, má húast við, að hinar fjölhæfu
§áfur hans og hæfileikar hefðu notið sín betur og i
tyllra mæli. Yegna þess, Iive hann var afskektur, lá
sUmt af þessu ónotað, — gull fólgið í eigin barmi, sem
"atvikin grófu ekki til“. En í hinum fámennu söfnuð-
«m hans mun minningin um þenna mæta mann og störf
hans lengi lifa. Þar lifði hann og starfaði við sivaxandi
vmsældir sóknarbarna sinna, og þangað voru jarðnesk-
ar leifar hans fluttar, þegar hinnzta stríðið var unnið.
Hann var jarðsunginn að Raufarhöfn þann 17. apríl
að viðstöddu miklu fjölmenni. Sóknarbörn hans i Rauf-
ai’hafnarsókn gáfu silfurskjöld mikinn og forkunnar-
fag
t’an á kistu hans, en Þistilfirðingar hafa ákveðið að
§efa Svalbarðskirkju vandaðan grip til minningar um
hinn látna prófast sinn. Slíkt er vel við eigandi og fagur
v°ttur um vinsældir og traust. En fegursta minnisvarð-
ann reisir þó hver góður drengur sjálfur sjálfum sér
•neð starfi sínu og framkomu. Slíkan minnsvarða hefir
Sera Páll Hjaltalín reist sér í hjörtum vina sinna nær og
fjaer. Þeir blessa minningu hans og gleyma honum seint.
Sveinn Víkingur.