Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 57
KirkjuritiS.
Prestastefnan.
231
Erindi flutt á
prestastefnunni.
júni, þótti prestastefnunni viðeigandi að minnast þess og sam-
þykti í einu liljóði að senda Kvenréttindafélagi íslands eftir-
farandi skeyti:
,;Synodus haldin í Reykjavík dagana 18.—19. júní sendir
Kvenréttindafélagi Islands lieilla- og blessunaróskir á þess-
um hátíðisdegi íslenzkra kvenna“.
í sambandi við prestastefnuna var að þessu
sinni aðeins flutt eitt opinbert erindi. Flutti
það séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur að
kvöldi þess 18. júní og nefndi það: Hvar er hjartað? Erindi
þessu, sem flutt var i Dómkirkjunni, var útvarpað.
Af erindum, sem flutt voru á prestastefnunni má nefna:
Séra Friðrik Hallgrimsson dómprófastur: Hvað kallar mest
að i starfi kirkjnnnar? Merkileg og mjög athyglisverð hug-
vekja.
Séra Jakob Jónsson: Sjómannastofur.
Séra Eirikur J. Eiríksson, Núpi: Ungmennafélagsskapurinn
og kirkjan.
Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Sigurður Birkis: Um kirkju-
söng.
Hr. listmálari Kurt Zier: Listin og heilög kirkja. Þetta erindi
fjallaði um kirkjulega list, gildi hennar og tign, svo og um
nauðsyn þess, að íslenzkir listamenn beittu sér meira fram-
vegis en hingað tii að kirkjulegum viðfangsefnum. Var það
flutt i sýningasal Austurbæjarbarnaskólans, og sýndi fyrir-
lesarinn margar skuggamyndir máli sínu til skýringar.
Prestastefnunni lauk kl. 11 að kvöldi þess 19.
júní. Þakkaði biskupinn prestunum fyrir þang-
aðkomuna og árnaði þeim góðrar heimkomu og blessunar Guðs
i starfi þeirra. Kvaðst hann hafa haft óblandna ánægju af sam-
vístunum við prestana þessa daga og samstarfinu við þá, enda
fyndi hann ávalt betur það helga einingarband, er tengdi saman
alla þá, sem starfa undir merki Jesú Krists, og vilja samhuga
vinna a.ð eflingu trúar og siðgæðis meðal þjóðarinnar.
Siðan gengu allir fundarmenn, um 60 að tölu, yfir i Kapellu
Háskólans, þar sem biskupinn las kafla úr Efesusbréfinu (Ef.
6, 10 nn) og flutti fagra og áhrifaríka bæn, en á undan og eftir
voru sungnir sálmarnir nr. 403 og nr. 638.
Kvöldið eftir hafði biskupinn inni fjölment boð á heimili
þeirra biskupslijónanna. Skemtu prestarnir sér þar við fjör-
ugar samræður, söng og ræðuliöld fram til miðnættis.
Fundarlok.
Sveinn Víkingur.