Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 34
Sálmur,
I>ú sendir inér, drottinn, líkn og lið
á leið gegnum þyrnistiginn.
Ó, kenn mér að biðja brjóst þitt við
sem barn, unz að sól er hnigin.
Og kenn mér, Jesú, að þakka þér,
að þú hefir aldrei brugðist mér.
Ó, kenn mér að líta þig krossi á
í kvölum, með þyrnum stunginn.
Til Golgata því ég ganga má,
þó græti mig syndaþunginn,
og byrði mína þig bera ég sé
beint upp á krossins helga tré.
Hið heilaga blóð er sú lijálpræðislind,
er hjartað fær leyst úr dróma.
Minn Jesú, ég færi þér sorg og synd
og sárbitra mannanna dóma.
Þú, líknsami herra, vilt líkna mér.
Ó, lát mig í einlægni fylgja þér.
Með þér vil ég bera hinn þunga kross,
þó þurfi ég að fórna tárum.
Ég horfi á þinn blæðandi benjafoss,
sem bót er við mínurn sárum.
Þú, líknsami Guð, ég lít til þín,
þú lítur ávalt í náð til mín.