Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 46

Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 46
220 Prestastefnan. Júni-Júlí. arprestur á ísafirði, og var liann kosinn lögmætri kosningu. Hefir hann fengið veitingu fyrir embættinu frá síðustu fardög- um. I Vallaprestakalli var líka aðeins einn í kjöri, hinn setti prestur þar, séra Stefán V. Snœvarr. Var hann og kosinn lög- mætri kosningu og veitt embættið frá fardögum. Tveir nýir starfsmenn kornu í hóp vorn, þeir séra Finnbogi Kristjánsson, er vígðist til Staðarprestakalls i Aðalvík í Norður- ísafjarðarprófastsdæmi að afstaðinni lögmætri kosningu, og séra Jóhannes Pálmason, sem vigðist af vígslubiskupinum á Akur- eyri til Staðarprestakalls i Súgandafirði, einnig að afstaðinni lögmætri kosningu. Séra • Finnbogi Krisijánsson er l'æddur í Reykjavik 10. júli 1908. Foreldrar hans eru Axel Kristján Larsen og Margrét Finn- bogadóttir frá Galtalæk i Landsveit í Rangárvallasýslu. Stúdents- próf tók séra Finnbogi við liinn almenna Mentaskóla Reykja- víkur vorið 1930, og embættispróf i guðfræði vorið 1930. Kenn- araprófi við Kennaraskólann i Reykjavík lauk hann einnig árið 1938. Áður en hann sótti um embætti, hafði hann stundað kenslu- störf allmikið og jafnframt kynt sér guðfræðileg og heimspeki- leg vísindi, eftir því er timi gafst til. Séra Finnbogi er ókvæntur. Séra Jóhannes Pálmason er fæddur að Kálfagerði í Eyjafirði 10. janúar 1914. Foreldrar hans eru Pálmi Jóhannesson bóndi og kona hans, Kristín Sigfúsdóttir skáldkona. Séra Jóbannes lauk stúdentsprófi í Mentaskóla Akureyrar vorið 1936 og em- bættisprófi í guðfræði í Háskóla íslands í janúarmánuði 1942. Hafði hann þá (vorið 1939) lokið kennaraprófi i Kennaraskól- anum. Séra Jóhann er kvæntur Aðalheiði Snorradóttur frá Vest- mannaeyjum, og eiga þau einn son barna. Óska ég hinum nývígðu bræðrum vorum blessunar Guðs i framtíðarstarfi þeirra, og að það mætti bera sem lieillaríkasta ávexti fyrir kirkju og kristni landsins. í sumar verða tveir guðfræðistúdentar sendir út til að starfa í óveittum prestaköllum og eru það þeir Ingvi Þórir Árnason, sem nú þegar er farinn austur í Sandfellsprestakall i Öræfum, og Robert Jack, skozkur stúdent, er stundar hér guðfræðinám i Háskólanum. Fer liann næstu daga í Staðarhólsþingaprestakall i Dalaprófastsdæmi. Óveitt prestaköll eru um jjessar mundir eftirtalin prestaköll, og liafa ýms þeirra verið auglýst til umsóknar með umsóknar- fresti ýmist til 20. ]). m. eða 14. júlí næstkomandi: 1. Hofteigsprestakall í' Norður-Múlaprófastsdæmi. 2. Sandfellsprestakall i Öræfum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.