Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 25
Kirkjuritið.
Kirkjan og rikið.
199
við börnin fyrir fermingu, í fáar vikur, er ekki á borð
við reglubundna kenslu öll skólaárin.
Að fækkun presta hlýtur að draga úr starfseminni,
et' augljóst. Það er öllum kunnugt, að starf presta er i
fjórum aðalþáttum: Að annast kristindómsfræðslu barna
°g unglinga og innræta þeim kristna lífsskoðun, að ræða
við einstaklinga, þegar svo ber undir, um andleg vanda-
Oiál og auka þeim þannig skilning og sálarþrótt, að
framkvæma messugjörðir og að framkvæma hin svo
nefndu aukaverk. Mjög oft verður vart við þá röngu
skoðun á starfsemi prestanna, að bún sé aðallega falin
1 tveim síðastnefndu atriðunum, messugjörð og auka-
verkum. Rúmið leyfir ekki að fara bér ítarlega út í
starfsemi kirkjunnar. Það eitt skal sagt, að bæði fyr-
'iefndu atriðin eru ekki síður mikilvæg en bin siðari,
°g umgetin slcoðun er því röng. En hún er jafnframt ó-
keillavænleg, því að þverri framkvæmd þeirra atriða,
Þá hnignar trúar- og kirkjulífinu. En þessir þættir starfs-
Jns iiljóta einmitt að bíða mestan hnekki við fækkun
Úi'estanna og stækkun prestakallanna. Svipað á vitan-
fega við um messugjörðir, en á því er ráðin nokkur bót
'neð útvarpinu. Útvarpsguðsþjónustur geta þó ekki kom-
í stað kirkjugöngu. Menn fá að vísu ágætar stólræður
1 útvarpi, og þeim, sem aðeins sækja lcirkju til þess að
fá trú- og siðfræðilegan fyrirlestur, finst það nóg, en
Sagnið af kirkjugöngu er einnig þau góðu og hollu hug-
aráhrif, sem skapast af því, að taka virkan þátt í kirkju-
guðsþjónustu með trúuðum söfnuði. Aukaverkin geta
fU’estar framkvæmt, þótt prestaköllin stækki eitthvað.
ún sé starfið einkum miðað við þau, þá er skammt eftir
að því marki, sem sýnilega að er stefnt, að afnema að
Uiestu lærða prestastétt með langri og dýrri undirbún-
fugsmentun.
Við svo búið má ekki standa. Það verður að finna
leið, sem bæði er sanngjörn gagnvart ríkinu og tryggir