Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 4
Júní-Júlí.
Kvöldsálmur barna.
(Lag: Ég minnist þin. .. . Eftir Julie Tntein).
Hin dimma nótt um sinn nú sigrað hefur
og svefnsins þrá.
Ó, drottinn, þú, sem góðar nætur gefur,
oss gistu hjá.
Og leyf, að þínir ljóssins englar vaki
og lýsi mér
í draumsins fagra heim að húmsins baki —
unz húmið þver.
Þar vilja þinn og sannleik þann eg sjái,
er sigra ber.
Og svefninn hrygð og harma burtu mái
úr huga mér.
Er skinið bjarta skín af degi þínuin
um morgunmund,
þá einnig birti yfir huga mínum
með árdagsstund.
Eg fel mig þér, að ekkert ilt mig saki,
þú annast mig.
Ó, gef að heimur traust mitt aldrei taki
né trú á þig.
Þitt föðurhjarta elskar alt, sem lifir,
um alla tíð.
Þitt föðurauga vakir öllum yfir
jafnt ár og síð.
Og þegar loka’ eg augum síðsta sinni,
er sofna eg hér,
þá, drottinn, gef, að hvíld og frið eg finni
í faðmi þér.
Einar M. Jónsson.