Kirkjuritið - 01.06.1942, Side 37
Kirkjuritið.
Prestastefnaii.
21i
sækja prestastefnuna. Ég er þeirrar sannfæringar, aö samfundir
sem þessir séu oss öllum mikilvægir. Ég á ekki við það, að
koma hingað til þess að taka þátt í löngum og ítarlegum kapp-
í’æðum. Ég á miklu fremur við liitt að koma hér til þess að
styrkjast við samveruna, finna vináttuþel hvers annar, styrkj-
ast við sameiginlega íhugun og sameiginlega bæn til hans, sem
á máttinn og gefur veikum mönnum, sem þrá að framkvæma-
vilja lians á jörðinni, nýja krafta.
í ár hefi ég boðað til prestastefnunnar nokkuru fyr í júní-
mánuði en venja hefir verið. Leit ég svo á, að það væri yður
hagkvæmara fyrir ýmsra hluta sakir, ekki sízt vegna þess, að
annríki mun verða meira um og eftir mánaðamótin næstu heima
i héruðunum, þar sem Alþingis- og hreppsnefndakosningar fara
í hönd og margir af sóknarprestum hafa trúnaðarstörfum að
gegna fyrir hið opinbera í sambandi við kosningarnar.
Einnig er fundartími vor nokkuru styttri en venja er til.
Mæltist formaður Prestafélags íslands til þess að fá tækifæri til
að lialda aðalfund Prestafélagsins næstkomandi laugardag, svo
að unt yrði að koma því svo fyrir, að prestar landsins þyrftu
ekki að takast á hendur nýja ferð til þess fundar. Af þessum
ástæðum hefi ég ekki séð mér annað fært en að lengja meir
fundartíma synodusdagana en áður hefir tíðkast, og vona ég,
að synodusprestar skilji það og virði á hetri veg.
Kirkja Jesú Krists á í nútimanum mörg yerkefni og stór. Það
er ekki að ástæðulausu, að nú sé mikils af henni vænzt, og
háar kröfur gjörðar til hennar. Undir hennar forystu um and-
leg og trúarleg mál veltur nú meira en nokkuru sinni áðnr,
begar ógnir styrjaldarinnar umturna öllu, ekki aðeins hinum
ytri verðmætum, heldur einnig hugsunarhættí og lífsskoðun
niiljóna manna í þessum heimi. Það er öllum augljóst mál, að
hau öfl berjast nú í veröldinni, sem mjög fara í gagnstæða
átt. Sú lífsskoðun og stefna í menningarmálum, sem kristnir
nienn hafa talið liina einu réttu og miðar að því að skapa frið,
frelsi og farsæld á jörðu, getur vissulega að einhverju leyti
°rðið hart úti í hinum mikla hildarleík. Það má að vísu segja,
að vér, hér í þessu landi, fáum litlu áorkað ;im það, hvert líf
stórjijóðanna stefnir framvegis, Vér íslendingar stöndum hjá
höglir og óvirkir sjónarvottar, en það er hins vegar engan veginn
útilokað, að slíkír sjónarvottar séu að einhverju leyti dómbærir
um það, sem er að gjörast, og geti fundið, að jafnvel öndvegis-
hjóðum heims getí missýnst og mistekist, er um heill og gæfu
uiannkynsins er að ræða. Vér kristnir menn og kirkjunnar menn
á Islandi og víðsvegar um veröldina óskum þess, að hugsjón