Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
213
saman brauði. Starfið þa.rf að inna af hendi af lífi og sannfær-
ingarkrafti. Boðberar kristindómsins þyrftu á vorum dögum að
tala sterkari raustu en ef til vill nokkuru sinni fyr síðan daga
frumkristninnar — af því að hættan er svo auðsæ — einnig í
voru landi. Féhyggjan heimtar meira rúm í hugum manna en
nokkuru sinni áður. Vér höfum oft heyrt um það rætt siðustu
mánuðina, að peningarnir séu að trylla fólkið. Þó að ef til vill
sé hér um öfgafulla dóma að ræða, þá getur enginn lokað aug-
um fyrir því, að þetta eru ekki dagar bugsjónanpa, liinna göf-
ugu, háu hugsjóna. Iíirkjan var, ef til vill, ekki nógu vel á verði.
Hún sá ekki, bvert stefndi. Hún hugsaði með sér: Nei, menn-
irnir leggja ekki út i nýja styrjöld. Menningin, sem' svo var
nefnd, færðist í aukana með hverju ari. Nú ætti mönnum að
skiljast að taka þarf hlutina öðrum tökum. Mitt i binni ægilegu
styrjöld hrópa flestar þjóðirriar og segjast vera að berjast fyrir
Guðs trú og eilífri, andlegri lifsskoðun. En hverju fórna þessar
sönni þjóðir fyrir guðstrú sína á friðartímum? Þær hafa ekki,
nema hlutfallslega örlítill liluti þeirra, tíma til að ganga til guðs-
þjónustu í kirkjum sínum. Það kostar baráttu að láta innræta
æskulýðnum kristindóm. Víða standa prestarnir aleinir í starfi
sinu. Afleiðingar geta ekki orðið glæsilegar, þær hljóta að liafa
í för með sér böl, eymd, sár og tár, eins og nú. Höfnun guðs-
trúar — afneitun Guðs — hlýtur að leiða til binnar ógurlegustu
ógæfu. Svo koma menn, fullir undrunar, og spyrja: „Ég skil
ekki lífið. Undarlegur er þessi heimur, sem vér lifum í. Hvi
lætur Guð þessu fram fara? Hversvegna skerst hann ekki i leik-
inn?“ Það er vitur maður, sem hefir sagt, að öfgar mannanna
væru tækifæri Guðs. En þessi orð mundu áreiðanlega skilin
af mörgum á alt annan veg en hann ætlaðist til. Ófriðurinn,
bin mikla heimsstyrjöld, er ekki ráðsályktun Guðs. Ófriðurinn
er ráð mannanna, manna verk að öllu leyti. En hitt er sönnu
nær og vonandi rétt, að eins og læknarnir segja, að jtjáning
Hkamans, er eitthvað óvenjulegt kemur fyrir hann, sem getur
valdið honum tjóni, sé aiveg nauðsynleg honum til leiðbein-
ingar og varnar, eins verði hin andlega þjáning mannssálar-
innar, eftir að hún hefir breytt gagnstætt hinum belgustu lög-
málum, gagnstætt vilja Guðs, henni lærdómsrik og lijálparráð
til æðri þroska og innri göfgunar.
Kristindómurinn ér einasta athvarfið og bvergi annars staðar
sagt til vegar, svo að örugt sé, uema þar. Öldum saman litu
menningarþjóðir á ýmsar mannlegar verur eins og nytsöm dýr
og létu sér sæma að handleika þær samkvæmt því. Kristindóm-
urinn læknaði meinsemdina. Hann tók hina lirjáðu í vernd