Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 21
Kirkjuritið.
Stríðskirkja Noreg's.
195
biskup í haldi í lítlum og afskektum sumarskála. Marg-
föld gaddavírsgirðing er umhverfis kofann, og þar ganga
hermenn fram og aftur dag og nótt, búnir marghlevp-
um, hermannabyssum og byssustingjum. En inni situr
Berggrav og leitar sér styrktar og huggunar í orði Guðs
og biður fyrir þjóð sinni.
Annar norskur biskup hefir einnig verið tekinn og
settur í varðhald. Það er Krohn-Hansen í Tromsö, biskup
í nyrsta biskupsdæmi Noregs.
Þá eru ýmsir norskir prestar liafðir i lialdi, svo sem
Arne Fjellbu, dómprófastur í Niðarósi, og fáeinir
Oslóarprestar. Má geta því nærri, að alt eru þetta djarfir
forystumenn kirkjunnar.
En allur þorri prestanna heldur áfram andlegu starfi.
Þeir prédika, og veita börnum og unglingum þá fræðslu,
sem þau liefðu annars farið á mis við sökum lolumar
skólanna. Sumstaðar fer þessi fræðsla fram í kirkjunum.
Kennararnir, sent iiafa ekki verið fangelsaðir, styðja þá
af fremsta megni.
IX.
Það, sem hér liefir verið sagt, er reist á svissneskum,
enskum, sænskum og norskum heimildum.
Vér getum séð skýrt í anda stríðshetjur norsku kirkj-
unnar, kennara og presta, biskupa og ýmsa aðra, og
hvernig þeir eru fúsir þess og albúnir að marka kross-
inn helga blóði sínu á fjöll Noregs. Vér dáumst að þreki
þeirra og liugprýði, samheldni og fórnarlund. Vér trú-
um því, að Jesús Kristur sjálfur blási þessum mönnum
i brjóst kærleika til fagnaðarerindis síns og trúmensku
við það — skíri þá heilögum anda og eldi. Þeir eru i aug-
um vorum arftakar lietjanna og píslarvottanna, sem
bera fram kynslóð af kynslóð konungsmerki lians og
balda kristninni við i heiminum. Dæmi þeirra lýsir oss
sem leiftur um nótt og hvetur oss til að ættlerast ekki,
er sama blóð rennur einnig i æðum vorum. Vér hugsum
til þeirra með djúpri virðingu og þökk. Vér biðjum þess