Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 56
230
Prestastefnan.
Júní-Júli.
aukinnar dýrtíðar, og launakjör þeirra injög bágborin og alls
ekki sambærileg við kjör annara háskólalærðra embættismanna
rikisins, svo sem lækna og sýslumanna, enda hafa báðar þessar
stéttir nú þegar fengið allríflegar launabætur. Engin sérstök
ályktun var gjörð í málinu, en biskupi og stjórn Prestafélags
íslands falið málið til frekari aðgerða og fyrirgreiðslu.
10. Prestssetur landsins. Séra Pétur Magnússon prestur í Valla-
nesi hóf máls á'því, að þegar hefði verið gengið óhæfilega langt
í því að skerða ýms prestssetur landsins og skifta þeim sundur
í smábýli. Lagði hann til, að samin yrðu hið bráðasta lög, er
hindruðu eða bönnuðu með öllu slíka skerðingu prestssetranna,
hlunninda þeirra eða ítaka framvegis.
Margir tóku til máls, en að lokum var samþykt að vísa tillögu
málshefjanda til Kirkjuráðs.
Ýmisle t Meðal gesta, er heimsóttu prestastefnuna, voru
6 amerískir prestar. Sá, er orð hafði fyrir
þeim, flutti ávarp á ensku, er afhent var í islenzkri þýðingu. Á-
varpið var á þessa leið:
„Háæruverðugi biskup, Sigurgeir Sigurðsson, og meðlimir
Synodu íslands — mætti mér leyfast fyrir hönd hershöfð-
ingja míns, Major General Charles H. Bonesteel, og presla
hans í her Bandaríkjanna, að bera yður, virðulega sam-
koma, vorar einlægustu kveðjur og árnaðaróskir um gæfu-
ríkt starf fyrir köllun yðar.
Bandaríkjaþjóðin er stolt yfir trúarstarfi sínu, sem hún að
nokkuru liefir hlotið fyrir brautryðjendastarf íslenzku þjóð-
arinnar, en með henni liafa mótast hugsjónir slíkar sem
frelsi, réttlæti og miskunnsemi, liin liáleitu markmið krist-
inna þjóða um víða veröld. Hugðarefni vor, vonir og bænir
eru sprotnar af hinu sama kristna þeli, og ásamt yður
munum vér glaðir fagna þeim degi, er friður og góðsemd
drotnar á ný yfir hjörtunum og handleiðsla hins mikla læri-
föður tengir oss í eitt bræðralag.
Megi ráðstefna yðar bera góðan ávöxt og stuðla að því,
að kristin trú og hugsjónir falli öllum í slcaut. Verið þess
vissir, að dvöl vor hér, sem hefir leyst yður undan óþæg-
indum alheimsstyrjaldar, er í því einu skyni, að friður og
hamingja megi senn á ný rikja um allan heim“.
Biskupinn þakkaði hið virðulega ávarp, og bað prestana að
flytja beztu kveðjur og árnaðaróskir hershöfðingja sínum, stéttar-
bræðrum og félögum, og árnaði þjóð þeirra og kirkju allra
heilla og blessunar Guðs í nútíð og framtið.
Þar sem siðari fundardag prestastefnunnar bar upp á 19.