Kirkjuritið - 01.06.1942, Blaðsíða 76
250
Sigtryggur Guðlaugsson:
Júní-Júli.
því, að sá kennari, sem sint hefir þessu efni við Háskólann
síðustu árin, hefir einlægan vilja á umbótum, og enginn efast
um hæfileika hans til þeirra. Vildi ég lika, að þessar linur
mættu á sinn hátt styðja að umbótaviðleitni lians. Það, sem ég
tel hér mest til vanza, er, að söngleg mentun hefir um langt skeið
verið afskift í skólum hinna æðri menta vorra, og því verið lítið
sint, nema af einstökum söngelskum nemendum og þá jafnvel
utan skóla.
Eg vík nú sérstaklega að undirbúningsnámi presta. Þegar
ég þekti bezt til, þá var sönglegu námi (tóni, um annað
ekki rætt) ætluð ein klukkustund á viku í starfsskrá skólans.
Hér skal eigi rætt, hvernig þá fór um jsær einstöku vikustundir;
menn vita, að lítið þarf til þess að fækka þeim til muna. Nú
er mér ekki ljóst, livorl stundaskráin í Guðfræðideild Háskól-
ans hefir nokkurar ákveðnar stundir til sönglegs náms, en það
er mér ljóst, að ein stund á viku er mjög lítill tími tií liæfi-
legrar kynningar og æfingar þeirri grein, sem hefir mátt sin
svo mikils i guðsdýrkuninni um margar aldir. Og einkum verður
þetta sagt, þegar titið er til þess, hve stúdentsprófið gefur litla
tryggingu fyrir nokkurum undirbúningi. Tíminn er svo ónógur,
að mig nærri furðar, að nokkur skuli fást tit að sinna þessari
kenslu, svo vonlitil um góðan árangur, sem hún hlýtur að vera.
Ef til vill sýnist sumum, að hér ræði um svo lítið atriði nú
orðið — að tónlesa nokkurar setningar — að eigi sé verjandi
dýrmætum tíma til þess, svo að nokkurú nemi. „Lítið má lag-
lega fara“, en hér er ekki um svo lítið að ræða, eins og sýnt
er hér að framan. Þótt reynt hafi verið að gera tón presta sem
allra einfaldast, og það svo mjög, að það llefir tapað af fornri
tign sinni, þá munu nokkurir ])restar, sem t. d. eigi hafa enn
átt við Messusöngva prófessors Sigfúsar Einarssonar. Sumt, sem
verður að koma til greina, jafnvel í undirbúningi tóns, er eigi
hægt að tala um, svo að notist alveg ósöngfróðum nemendum.
Prestur þarf að geta lesið nótur, þ. e. sungið eftir þeim, vitað
grein á tóntegundum og geta fundið „anda“ hverrar þeirra,
þekkja grundvöll samhljóma o. fl. Hann þarf að æfa að stilla
rödd sinni í hóf og liaga sönglegum framburði eftir efni eigi
siður en lestri —■ og hvar á að nema staðar í ])essari dýrmætu
Guðs gjöf, sönglistinni, þegar hún á að hljóma Guði til dýrðar?
Og í því á presturinn að geta verið til fyrirmyndar. — Þá er ekki
óviðeigandi, að lesin sé í Guðfræðideildinni saga kirkjusöngs-
ins og gefin dæmi úr honum frá ýmsum timum.
Að endingu þetta: Söngkennari Guðfræðideildar þarf — til
þess að nálgast verði hið sagða — að hafa tryggingu fyrir því,