Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 40

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 40
34 Eiríkur Eiríksson: Jan.-Febr. enda á ofbeldi og hrokafulla harðstjórn, þar til sann- leikurinn liefði sigrað og jöfnuður komizt á“. Hér er hin þriðja merking orðanna: í því, sem mins föður er. Yndislegt er að vera í drottins húsi eða leita sam- félags við Guð í ríki náttúrunnar. En i ríki baráttunnar var Jesús um fram allt. Réttlætisins, sannleikans, friðar- ins megin var hann. Og þá sjáum við um leið, hve orðin: „í því, sem míns föður er“, eru fjai-ri öllum hroka, því að það var ekki liið veglega musteri, sem varð umhverfi Jesú nema um stund, og ekki heldur liljur vallarins. Ferill lians varð krossganga, lífi hans lauk á tré. „í því, sem míns /’öður er“. Við sjáum stjörnur og sól letra þau orð ú himininn og gróðurlönd sumarsins. Við erum vönust að líta þau í umgjörð hins veglega must- eris. En þeim er og samfara fátækt, umkomuleysi, þján- ing. Við erum einnar eða annarar þjóðar, ættar, flokks, félagsskapar. En einn er Guð. Einn er í því, sem föður- ins er, og hann er á krossinum, hann er í dýpstu kvöl og smán. En Jesús er í hinni mestu þjáningu, er hann er fjarri musterinu veglega, er myrkur hylur sköpunarverk Guðs, þá segir hann: „Faðir í þínar hendur fel ég anda minn“. Þessi eru hans síðustu orð. Og berum þau nú saman við fjTrstu unnnælin, sem guðspjöllin hafa eftir honum. „í því, sem míns föður er“. Þetta eru næstum sömu ummælin, hugsunin er nákvæmlega eins! Þannig er þá orð trúarinnar. Það hljómar hér í helgidómnum og það nær frá birtu upphimins til liins mesta myrkurs kvala og dauða. Og þetta orð, þessi hugsun nær ekki aðeins til þessa; hún tengir þetta saman, hún skapar þessa af- stöðu livers til annars, svo að eins og turn kirkjunnar bendir okkur að leita bærra til Guðs í lífi okkar, þann- ig er og krossinn hin sama vísbending og um leið sigur- tákn og trygging þess, að allt mótlæti og erfiðleikar megi verða okkur til blessunar, séum við sífellt minnug orð- anna, að við erum í því, sem föurins er. Megi þessi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.