Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 42

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 42
36 „Drottinn hefir ásett sér. Jan.-Febr. randir skýjanna gulli bryddar, mundi þá drotni sjálfum vera um megn aS senda fra sér ijósgeisla, til þess aÖ lýsa upp synda- skýin? Nei, vissulega ekki, þótt syndir mannanna séu svartar og stórar. er miskunnarsól drottins mikiu bjartari og stærri. Frá mannlegu sjónarmiði virSist þessi setning Gamla testa- mentisins vera ein af liinum þýSingarmestu og liuggunarrík- ustu fyrir mennina, eins og oft er dimt yfir lífi þeirra á þess- ari jarSlífsferS, þar sem slys og hættur umkringja á alla vegu, þótt oft sé liægt aS gleSja sig við sólskinsblett i heiSi, svo er f>rir aS þakka. ÞaS er kanske eitt af því marga, sem ó vantar hjá okkur mönnunum, aS vér komum auga ó sólskinsblettina, og þökkum þá, áSur en þeir eru liorfnir, eins og hin mörgu glötuSu tækifæri, og einnig aS vér veitum því atliygli, aS vér erum ekki einir á liinum dimmu stundum lifsins. Ég hefi heyrt sagt frá manni, sem var einn á ferS aS vetri til í liríSarveSri, þar sem hann var ókunnugur. Þegar fór aS dimma, treysti hann sér ekki til aS rata, en lét fyrirberast um nóttina þar, sem hann var; en gróf sig ekki i fönn, heldur reik- aSi um hjarniS fram og aftur, til þess aS halda á sér hita, Líklega fylgir því einhver vanliSan aS vera einn í hriSarveSri fjarri mannabygSum um dimma vetrarnótt, samt er þaS ekki víst, sumir eru svo andlega þrekmiklir. Um nóttina verSur maöurinn þess var, aS hann er ekki einn á ferS, þaS fylgist altaf einliver ósýnilegur meS honum, sem knýr hann til þess aS halda áfram göngunni alla nóttina, ef hann hefSi lagst fyrir, þá var dauSinn vis, og þá var enginn til aS segja frá tiSindum. En fátt skiftir okkur meira máli en aS vita og kannast viS, aS GuS er meS okkur alia tíma, í meSlæti og mótgangi, á láSi og legi. Hver, sem hefir öSlast þessa vissu, hann hefir fundiS þaS, sem meira er vert en alt heimsins gimsteinaskraut. Sjómennirnir, sem fara um hinn gljúpa, brfmóSa helveg hafs- ins, munu þeir ekki einnig finna liinn trausta arm, sem leiSir þá hina löngu, dimmu og sædrifnu nótt, unz dagur rennur á landi lifsins og ljóssins, bjartur og kyrlátur, þar sem engar öld- ur rísa viS ströndina. En þaSan kemur enginn til aS segja frá, hvernig hún leiS þessi dimma nótt, þeir segja líka sjaldnast frá, sem mesta hafa reynsluna. Mörg fleiri dæmi mætti koma meS úr mannlegu lífi, þar sem guSlegur máttur hefir veriS aS verki, þótt ekki hafi veriS fyr en á elleftu stundu. Þér stjórnendur, sem stýriS um mannlifshöfin, á skrautbúinni skeiS eSa löskuSu fleyi, hvort lieldur innanborSs er mannfátt eSa miljónir, ef þiS eruS hugsandi menn, munuS þiS finna snertingu ósýnilegrar handar, sem vill halda um stjórnvölinn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.