Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 45

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 45
Kirkjuritið. Litið um öxl. Ctvarpserindi 12. júlí 1942. Ctvarpsráðið hefir sýnt mér þann sóma og þá góðvild að bjóða mér á þessum tímamótum æfi minnar að tala við ykkur stundarkorn um liðinn tíma. Formaður út- varpsráðs stakk upp á því, að við nefndum þetta erindi: vLitið um öxl“, og það líkar mér vel, því að sú yfirskrift má vel tákna það, að hér talar ekki maður, sem hefir látið af störfum og er seztur í helgan stein, heldur mað- Ur, sem er enn á ferðinni og starfandi og hefir engu síð- Ur en nokkru sinni fvr á æfinni ánægju af starfi sínu °g löngun til að vinna eitthvað til gagns. Ég lít um öxl — en hefi jafnframt hugann á brautinni fram undan, °g held áfram meðan Guð leyfir. Það er í sambandi við 70 ára afmæli mitt, sem út- varpsráðið bauð mér að tala í kvöld. Og þegar ég lít um öxl, sé ég auðvitað fyrst það, sem næst er: Afmælisdag- mn, sem var svo dásamlega bjartur og fagur, bæði af veðurblíðu og sólarbirtu og ekki síður af þeirri miklu ástúð, sem var þann dag látin mér í té í svo ríkum mæli, að ég ofhermi ekki að ég hefi ekki annan afmælis- dag glaðari lifað. Það kom svo margt fyrir þann dag, sem vakti mér fögnuð í huga og dýrmætar minningar. Fvrsta ganga mín um morguninn var út í gamla kirkjugarðinn. Þar nam ég staðar við leiði foreldra minna og' minntist bernskuáranna og þakkaði Guði fyrir mína elskulegu foreldra og bernskuheimilið góða.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.