Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 56

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 56
Jan.-Febr. Eftir prest. (Ort 1928). Hjá þér var bjart um stað og stund, því störf þín voru Guði vígð, og honum ævidáðin drýgð af djarfri trú og hreinni lund. Um byggðir landsins barst þitt mál og bót á margra harmi réð —. Þér gafst sú náð að geta séð hið góða í hverri mennskri sál. Af sögu þinni sæmdin skín. Þig signir heilög kveðjuglóð í þakkarhug og ástaróð frá öllum þeim, sem nutu þín. Þig tregar þjóð, á tjónið minnt, sinn trúa son og fræðimann, af allri sál hún harmar hann, sem hefir sannlcikseldinn kynnt. Það hafa allir mikið misst, en mest þó kannske smælinginn. Við munum bróðurmáttinn þinn, sem minnti á lífs þins takmark: Krist. I nafni hans og nálægð hér þú náðir þinni mestu hæð: Að seiða úr duftsins döpru smæð þann dýrðartón, sem honum ber. Allt vex, sem þinni leiðsögn laut, því landnám þitt er gróðursælt. Og áhrif þín fær enginn mælt á allt, sem bjó við mein og þraut. Þitt kennivald og kærleiksmál var Kristi vígt í lífsins glóð; því man þitt starf vort mál og þjóð, á meðan biður íslenzk sál. Gísli H. Erlendsson. J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.