Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 57

Kirkjuritið - 01.01.1943, Side 57
Kirkjuritið. Hvar eru mörkin? Þessa spurningu leggur prófessor Ásmundur Guðmundsson fyrir mig i októberhefti Kirkjuritsins, þar sem liann leitast við að hrekja nokkrar athugasemdir mínar við frásögn hans um Móse í 1.—2. hefti þ. á. Ég vil þá byrja á siðustu spurningu hans: „Hvar eru mörkin'? Hvar er það að finna, sem við getum reist öruggt á allt líf okkar °g starf, hvar er kristindómurinn í uppliaflegum ljóma sinum?“ t’að sem við getum reist örugt á allt okkar líf og starf er grund- völlurinn eini, Jesús Kristur, Guðs sonur eingetni, sem kom á jorð til þess að frelsa synduga menn, og kristindóminn í upp- haflegum ljóma sinum er liægt að finna í Biblíunni og hvergi nenia þar. Hm þetta vona ég, að við, allir kristnir menn, séum sannfærð- lr’ eins og ég veit um prófessor Ásmund og liann sjálfur fúslega jatar, er liann segir að þetta séu „mörkin“: „Fagnaðarerindi Jesú Krists og hann sjálfur“, — en þegar komið er til erfikenn- lnganna og hins innbiásna orðs, þá get ég ekki fylgt þeim, sem lneta innblásið orð liinnar Heilögu ritningar lítils virði. ^g játa það og vil taka það skýrt fram, að sundurlimaðri og °g lítilsmetinni Biblíu get ég ekki byggt á vonir mínar og traust, það sem ég efast um og tortryggi ber ég ekki traust til. Og ég get ekki heldur byggt líf mitt og vonir i lifi og dauða á Jesú frá Áazaret, ef hann er ekki sonur Guðs, er Guð. Ég byggi mitt Hf °g dauða á Jesú Kristi af j)ví, að ég er svo innilega sannfærður urn, að hann er sá, sem Biblian fræðir oss um og það i réttri °g sannri mynd. Biblían er fullkomnasta og eina fræðslan um Jesú Krist, og þún er fullkomnasta reglan, sem við höfum til þess að lifa og þreyta eftir, þessvegna vil ég engu kasta sem ógildu, sem í Bibliunni er skráð, — enda þótt hugsanlegt sé, að missagnir seu einkum í söguritunum —■, fyr en það er þá örugglega sann- að með ábyggilegum gögnum, en allar ágizkanir og heilabrot uni hið heitaga orð og gegn því met ég einskis virði, það er sannleiki, en ekki ágizkanir, sem vér þurfum til þess að geta byggt lif vort og dauða á.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.