Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 62

Kirkjuritið - 01.01.1943, Page 62
56 Guðm. Einarsson: Jan.-Febr. mun því liafa varðveitzt í ísnum gegnum aldirnar liðnu. Sá sem fyrstur fann skip þetta var Nestora-prestur einn austan frá Ind- landi, hann mældi stærð þessa skips og kvað það hafa nákvæmlega sömu slærð og sagt er um skip Nóa i Biblíunni. í síðara skiftið sá rússneskur flugmaður skip þetta úr flugvél sinni og flaug aftpr með yfirmann lierdeildarinnar til þess að sýna honum skip þetta, og sáu þeir það greinilega og hafa lýzt því eins og þeir gátu hezt séð það, en þeir gátu ekki lent þar og því ekki mælt skipið. — Annaðhvort eru þessar frásagnir lygasögur einar, eða þetta er örkin lians Nóa, því að enginn gat komið sliku skipi þar upp, né byggt það þar uppi. Að lögum Hammurabis og lögum Móse svipi báðum hvorum til annars er ekki undarlegt, þvi að báðir eru af semitiskum ættum og uppruna, en samt er engin sönnun fyrir þvi, eða likur til, að Móse hafi þekkt lög Hammurabis eða lagt þau til grundvallar lögum sínum. Mér finnst það naumast vísindum samboðið, þegar verið er að fullyrða, að þetta eða hitt í fornum ritum, — þótt vér ekki getum skýrt það eða sannað — séu þjóðsagnir, meðan það er ósannað. Ég tel heldur enga sönnun fyrir bví, að tvær sögur, eða svipuð rit og lög, sem svipa hvort til annars, séu háð hvort öðru eða eigi sameiginlega frumlind. Enginn mun t. d. halda því fram, að skáldið Jónas Hallgrímsson og skáldið Alexander Pet- öfi séu háðir hvor öðrum, þótt líkir séu svo undrum sætir, þeir lifðu báðir á sama tima, annar á íslandi hinn í Ungverjalandi. Að Iokum þetta. Ég efast um, að ádeilur á sanngildi' frásagn- anna í Biblíunni færi mönnum aukna trú, efasemdirnar koma án þess að undir þær sé ýtt. Hver maður verður þó auðvitað að segja skoðun sína um sérhvert alriði, sem um er rætt; en að opinbera alþjóð í hvert skipti, sem nýjar efasemdir fæðast i sálum vorum, held ég, að sé litil blessun fyrir aðra efasemda- menn. Árangurinn af bibliukrítikkinni þýzku og öllum niðnr- rifsritlingum þeirra er nú kominn í fullan blóma og ávöxtur þess er nú auðséður öllum þjóðum. Ef litið er til Noregs, þá skiptast menn þar í tvo skýra flokka, og allir guðelskir menn hafa nú liætt deilum þar i andi, en sameinast um Krist og Guðs heilaga orð. Gætum vér ekki eins og þeir sameinast um Krist og í Iionum, en látið allar deilur og efasemdir þegja um stund, og reyna að uppbyggja hvorn annan og reyna að auka Guðs dýrð á meðal vor, svo að vér mættum verða sterkari og samfeld- ari vinahópr ef hættur skyldu dynja yfir oss. Að ég hef fjölyrt svo mjög um ýms atriði, þá er það ekki af

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.