Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 28
314
Ásmundur Guðmundsson:
Nóv.-Des.
og flyt ]>ví kveðju íslands og ríkisstjórnar, landi og þjóð. Er
lienni mjög fagnað. Meðal annars finn ég glöggt, liversu mikil
ítök biskup íslands á i liugum manna liér. Seinna um kvöldið
flyt ég aðra ræðu, til Haralds Sigmars, forseta Kirlcjufélagsins,
sem nú er á förum frá söfnuðum sínum i Norður-Dakota vest-
ur að Kyrrahafi, iil safnaðarins í Vancouver. Séra Haraldur er
hinn mesti ágætismaður, hógvær og friðsamur, og hefir lánazt
l>æði prestsstarf og forsetastarf farsællega. Afliendi ég lionum
frá forseta íslands riddarakross Fálkaorðunnar. Að samkomu
lokinni dveist ég enn um hríð í kirkjunni lil viðtals við þá, er
þar verða eftir. En síðan fer ég heim til frú Ingiríðar, ekkju
dr. Björns Jónssonar, sem hefir hoð inni fyrir ýmsa vini mína
og sina og gjörir mér kvöldstundina þar ánægjulega og hug-
stæða.
Kirkjufélaginu eru fluttar ýmsar fleiri kveðjur og heillaóskir.
Meðal þeirra er hlýleg og snjöll kveðja frá Þjóðræknisfélaginu,
er forseli þess flytur. Séra Philip Pétursson, prestur Sambands-
safnaðarins í Winnipeg, flytur ávarp. Hann var heima á íslandi
vetrartíma fyrir mörgum árum, og kynntist ég honum þá títils-
háttar. Mér virðist hann vera sívaxandi maður, og íslenzku lal-
ar hann nú miklu betur en áður. Ræða hans er mjög falleg og
ástúðleg, yfirlýsing fyrir hönd Hins sameinaða kirjufélags um
það, að það æski bróðurlegrar samvinnu við Evangeliska kirkju-
félagið. í svipaða átt talar Stefán Einarsson ritstjóri Heims-
kringlu. Séra Haraldur Sigmar svarar í sama anda. Er þetta
eins og vorboði gróandi sumars, vaxandi samúðar og samstarfs.
Þá kemur einnig fram mikill hugur á sem nánustu sambandi
og samstarfi við kirkjuna á íslandi. Birtist tiann meðal annars
i ]>vi, að þingið samþykkir að fara þess á lcit við biskup Is-
tands, að hann verði heiðursverndari Kirkjufélagsins. Er rætt
um það, hvernig þetta samband verði efll á komandi árum, og
virðast mér vera til þess ýmsar leiðii;. Sporið, sem nú hefir
verið stigið, getur orðið mjög mikils vert.
Afmælisþingið fer yfirleitt liið bezta fram, og ræður þar
mikill samhugur. Allir stjórnarmenn eru endurlcosnir. Kirkjan
er heimili okkar þennan tima. Er matast sameiginlegá í kjall-
ara hennar, og stendur kvenfélag Fyrsta túterska safnaðarins
fyrir veitingunum. Þær eru margar þarna Mörturnar óg Mari-
urnar, og ýmsar vinna hlutverk beggja. Ósk dr. Jóns Bjarna-
sonar virðist rætast að þessu sinni. Kirkjuþingið er hjartað,
sem sendir tífsstrauma um hinar dreifðu byggðir.