Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. Vestur um haf. 317 „Eitt er mest, að ertu til, allt, sem þú hefir lifað“. Og fæsta grunar nú, sem ganga á sumardegi um þetta skógar- þorp við broshýrt Winnipegvatnið, hvílíku verði landið er keypt. Mér finnst eins og hvíslað sé að mér við hvert fótmál: Drag skó þína af fótum þér, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilagur. Ég er nætursakir á prestssetrinu lijá séra Skúla Sig- urgeirssyni og konu hans. Hann er mikill áhugamaður um end- urbætur í félagsmáhim, og mun það einkum valda, að hann gerðist prestur. Kirkja stendur lijá prestshúsinu og flyt ég þar erindi um kvöldið, en séra Valdimar Eylands sýnir kvikmynd Vigfúss Sigurgeirssoncr af íslandi, er ég hafði með mér að heiman. Annars líður kvöldið við söng og hljóðfæraslátt, prests- hjónin og sonur þeirra eru mjög sönghneigð öll, og svo eru þær staddar hér Eylandsmæðgur, ágætar söngkonur. Morgun- in eftir heimsæki ég gamla fólkið i Betel, og höldum við þar morgunguðsþjónustu, svo sem venja er daglega. Þátttaka er mjög almenn og söngur góður. Vel er fylgzt með því, sem ég segi. Hér er Bet-El, Guðs-hús, hér er hlið himins, forgarður eilífðar- innar, eins og gáfukona nefndi eitt sinn ellina. Ytri kjör ell- innar eru oft þung, en þó dreymir marga ljúfa og fallega drauma með stein undir liöfðinu eins og Jakoh forðum. Þetta aldraða fólk sér stigann upp af jörðinni til himins. Og liann rís frá íslandi. „Þegar við erum dáin, ætlum við að skreppa fyrst til íslands“, hugsar það. Vísa Sigurðar Breiðfjörð til ættjarð- arinnar á hér sannarlega við: „Ginnunga upp úr gapi’ óholla gráhærða réttu jökulkolla, svo vér frá Gimli getum sjá, hvar gamla ísland forðum lá“. Já, hér er ísland, hið eilifa, sem stendur enn traustari rót- 11111 í ríki andans en fjöllin í skauti sjávarins. Og ást þess fólks til Islands er nátengd ástinni lil Guðs og föður allra. Skömmu tftir guðsþjónustuna er sýnd íslandsmyndin, og það er nú þeg- ið. Oft er kallað, t. d. þegar íslenzkir hestar koma töltandi, eða 'nenn þekkja æskustöðvar sínar. „Þarna rétt lijá stóð bærinn minn“, segir einhver. Fólkið gleymir stað og stund. Það þyrp- •st um mig og'þakkar fyrir myndina ákaflega vel. „Nú fer vel, «ð konan þin er hvergi nærri“, segir ein, og glettnin gægist út augnakrókunum. Betel er ágætlega stjórnað, og mun svo liafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.