Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Vestur um haf. 311 vinna á nóttunum", bœtir hann við í gamni. Varaforseti sér ýmsum fundarmanna fyrir gististöðum. Verð ég einn þeirra, og fæ ágætis herbergi á bezta stað í borginni. Afmælisþingfið. Þingið stendur fimm næstu daga, 22.—26. júní. Sitja það 60— 70 prestar og fulltrúar, úr flestum íslendingabyggðunum, nema engir úr Vatnabyggðunuin i Saskatchewan, enda eru íslending- ar þar prestslausir nú. Konur eru i flokki fulltrúanna. Mér þykir mikilsvert um margt ])að, sem kirkjuþingið fjali- ar um. Trúboð, líknarmál, sunnudagaskóla, útvarp, útgáfu blaða og bóka og fleiri menningarmál. Þar er um fjölþætt starf að íæða. Það er eitt einkenni á okkar tímum, hve lítið tillit menn taka til prédikana og eggjunarorða, ef óstudd eru af fram- kvæmdum. En boðskapur í verki er því áhrifameiri, og hann flytur Kirkjufélagið samhliða prédikununum. Hér er náin samvinna leikmanna og presta og engin hætta á því, eins og sumstaðar, að kirkjíin verði talin stofnun ákveð- inna embættismanna, prestanna, þeir séu kirkjan. Kirkjan er lifandi samfélag, sem ætlað er að ná til allra undantekningar- laust. Hugmyndin um prestsdóminn almenna þroskast yið þing- siörf sem þessi. Starfið fyrir aldraða fólkið blómgast ár frá ári, og flytur séra Sigurður Ólafsson um ])að merkilega skýrslu. Elliheimilið Betel að Gimli er til fyrirmyndar. Því berast miklar gjafir, einkum dánargjafir, og er fjárhagur þess orðinn svo góður, að ])að ekki aðeins ber sig, heldur er fært um að ieggja stórfé til stofnunar nýrra elliheimila gegn framlögum annars staðar frá. Þannig á, áður en langt um líður, að koma upp nýju Elliheimili í Norður- Hakóta, og er fjársöfnun hafin í því skyni. Einnig hefir komið •il tals með íslendingum í Vancouver að reisa þar elliheimili. Þáttur kvenna í kirkjulegu starfi er mjög veigamikill. Starfar kvenfélag í hverjum söfnuði, og er samband þeirra í milli. Frú Stephensen, ekkja Ólafs læknis, segir fallega frá starfi Banda- lagsins. Ráðstafanir hafa verið gjörðar og fé safnað til ])ess að i’eisa sumarbúðir handa íslenzkum æsludýð við Winnipegvatn suður af Gimli. Má vænta þess, að þaðan komi kirkjunni ágætir liðsmenn, er stundir líða. Hátiðaræður eru fluttar til minningar um 60 ára starf Kirkju- félagsins og brugðið upp myndum úr sögu þess. Gjöra þeir það séra Kristinn Ólafsson, heiðursforseti félagsins,, séra Guttormur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.