Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 49
Kirkjuritið. Vestur um haf. 335 indi um ísland og vinnur þannig merkilegt kynningarstarf. Hef- ir liún lítt lialdið á lofti, sökum hæversku og hlédrægni. En vel mættum við íslendingar austan hafs og vestan muna það og þakka, sem vert væri. . Ég fer aftur til Vancouver í jórnbrautarlest. Stundum rennur hún fast með hafinu, og er unaðslegt að virða fyrir sér fjöl- breytt fuglalíf i fjörunni og busl og leiki barnanna. í norðri rísa Olympsfjöll, há og himinblá, en skammt suður af þeim er Vancouver. Hún er hálfu minni borg en Seattle, en jafningi hennar að fegurð. Nýt ég vel útsýnis þar úr háu glæsilegu gisti- húsi. Sömu mennirnir sem fyr greiða hér götu mína. Ræðis- maðurinn er mjög viðfeldinn, glettinn og gamansamur. Hefir starf hans fyrir söfnuðinn íslenzka í borginni blessazt vel. Guðsþjónustur eru lialdnar í danskri kirkju, snoturri og rúm- góðri, og þar ætlar liann mér að flytja erindi um kvöldið og sýna íslandskvikmyndina. Nokkuru áður dynur á úrhellisrign- ing, svo að ég kvíði því, að fásótt verði. En þegar við komum í kirkjuna er liún fullskipuð. Hálfdan ræðismaður stjórnar samkomunni röggsamlega. Söngvar eru sungnir, og Þórður Kr. Kristjánsson skáld flytur mér kvæði, áður en ég tek til máls. Að siðustu er sameiginleg kaffidrykkja, og gefst mér þá gott tækifæri til að spjalla við fyrverandi safnaðarfólk mitt, m. a. nokkur fermingarbörn mín og móður tveggja þeirra, ekkju Jóns Janussonar í Foam Lake. Þar er einnig úr þeirri byggð Halldór Friðleifsson, hugsuður mikill, og kona hans. Wynyard- fólkið á ég von á að sjá aftur annað kvöld. Næsta dag er ég lengst með Bjarna Kolbeins, bróður séra Halldórs og þeirra systkina, gæðadreng og dugnaðarmanni, eins og hann á kyn til, og mjög vinsælum. Vinnur hann ötul- lega að safnaðarmálum með Hálfdani ræðismanni. Hann ekur mér í bíl sínum til Þorláks Jónassonar, sem ég átti heima hjá um skeið i Wynyard, greindarmanns og vel skáldmælts. Svo var einnig Svanborg kona hans, sem iátin er fyrir nokkrum árum. Þorlákur er orðinn heilsuveill, enda kominn um áttrætt. Við hittum Ólöfu, stjúpdóttur hans lijá honum. Hún er vinur í raun. Frá heimili Þorláks ökum við til New Westminster bæjar þar í grenndinni, og að snotru húsi, sem á er letrað nafn Jónasar Pálssonar, kennara i píanóleik. Hann er hinn fjórði ’og síðasti, sem ég liitti, þeirra Norður-Reykjabræðra. Hann er um sjötugt og farinn nokkuð að þreytast, en þó glaður og reif- ur sem fyr. Hugur hans er allur heima á íslandi. Þar vildi hann um fram allt eiga heima. Svo virðist mér einnig um konu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.