Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 32
318
Ásmundur Guðmundsson:
Nóv.-Des.
verið alla tíð. Þegar ég var hér fyrir fáeinum dögum með for-
seta Fyrsta lúterska safnaðar, Guðmundi Jónassyni og dr. Fry,
sagði doktorinn, að þetta heimili væri í allra fremstu röð fyrir
flestra hluta sakir, það væri heimili, en ekki stofnun aðeins.
Mér gengur seint að kveðja gamla fólkið. Allir biðja að heilsa
einhverjum heima á íslandi og einkum landinu sjálfu. Undir-
aldan er alstaðar liin sama: „íslendingar viljum vér allir vera“.
í Selkirk.
Skömmu eftir liádegi kemur séra Sigurður Ólafsson frá Sel-
kirk í bil sínum að sækja mig. Eigum við eftir sainstarf síðar í
Vatnabyggðum í Saskatchewan. Hann er maður mjög liógvær
og yfirlætislaus, vel gáfaður og eykur stöðugt guðfræðimennt-
un sína, frjálslyndur og trúmaður mikill. Hann er ritstjóri Sam-
einingarinnar, sem á (50 ára afmæli seint á þessu ári. Þykir mér
góð samfylgd hans. Um 40 mílur eru suður til Selkirk, og sýnir
séra Sigurður mér á þeirri leið ýmsar jarðir fyrstu landnemanna.
Heimili séra Sigurðar er unaðslegt, og á frú hans ekki minnst-
an þátt í því, hámenntuð og vitur kona. Um kvöldið skoðum
við íslenzku kirkjuna, sem er stór og falleg. Þar eru letruð nöfn
þeirra, er farið hafa i striðið, og stjarna sett við nafn fallinna.
Svo mun víða í kirkjum hér. Á eftir göngum við i samkomuhús.
Þar eru sungin ættjarðarljóð, og ég segi frá íslandi, einkum
andlega lífinu þar. í samkomuhúsinu liilti ég gamlan sveitunga
úr Reykholtsdal, Kristján Pálsson, greindan mann og skáld-
mæltan vel. Sigvaldi Nordal, bróðir Jóhannesar föður Sigurðar,
Jiiður að heilsa frændum sínum. Hann lítur út fyrir að vera um
sextugt, hress og stæltur, en hefir þó 7 um áttrætt. Mikla á-
nægju liafði ég einnig af þvi að Iiitta dóttur Ilelga Stefánssonar,
vinar mins í Wynyard, bröðurdóttur Þorgils Gjallanda og dótt-
urdóttur Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Hún er kennari í
Selkirk, bráðgáfuð.
Vestur til Argyle.
Fimmtudaginn 4. júli nokkuru eftir hádegi legg ég af stað
veslur til Argyle. Góður er samferðamaður rninn þangað, séra
Egill Fáfnis, sóknarprestur þar, og á hann einnig bílinn. Veð-
ur er mjög lilýtt, svo að yfirhafnir, jakkar og höfuðföt lenda
i aftursæti. Séra Egill ekur mjög hratt, o,g leikur svalandi
gustur um bíiinn. Þykir mér þetta mjög þægilegt ferðalag, enda
veitir okkur ekki af tímanum, þvi að vegalengdin til áfanga-
staðar okkar, Glenboro, er um 105 mílur. Bílstjórnin leikur einn-