Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 32
318 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. verið alla tíð. Þegar ég var hér fyrir fáeinum dögum með for- seta Fyrsta lúterska safnaðar, Guðmundi Jónassyni og dr. Fry, sagði doktorinn, að þetta heimili væri í allra fremstu röð fyrir flestra hluta sakir, það væri heimili, en ekki stofnun aðeins. Mér gengur seint að kveðja gamla fólkið. Allir biðja að heilsa einhverjum heima á íslandi og einkum landinu sjálfu. Undir- aldan er alstaðar liin sama: „íslendingar viljum vér allir vera“. í Selkirk. Skömmu eftir liádegi kemur séra Sigurður Ólafsson frá Sel- kirk í bil sínum að sækja mig. Eigum við eftir sainstarf síðar í Vatnabyggðum í Saskatchewan. Hann er maður mjög liógvær og yfirlætislaus, vel gáfaður og eykur stöðugt guðfræðimennt- un sína, frjálslyndur og trúmaður mikill. Hann er ritstjóri Sam- einingarinnar, sem á (50 ára afmæli seint á þessu ári. Þykir mér góð samfylgd hans. Um 40 mílur eru suður til Selkirk, og sýnir séra Sigurður mér á þeirri leið ýmsar jarðir fyrstu landnemanna. Heimili séra Sigurðar er unaðslegt, og á frú hans ekki minnst- an þátt í því, hámenntuð og vitur kona. Um kvöldið skoðum við íslenzku kirkjuna, sem er stór og falleg. Þar eru letruð nöfn þeirra, er farið hafa i striðið, og stjarna sett við nafn fallinna. Svo mun víða í kirkjum hér. Á eftir göngum við i samkomuhús. Þar eru sungin ættjarðarljóð, og ég segi frá íslandi, einkum andlega lífinu þar. í samkomuhúsinu liilti ég gamlan sveitunga úr Reykholtsdal, Kristján Pálsson, greindan mann og skáld- mæltan vel. Sigvaldi Nordal, bróðir Jóhannesar föður Sigurðar, Jiiður að heilsa frændum sínum. Hann lítur út fyrir að vera um sextugt, hress og stæltur, en hefir þó 7 um áttrætt. Mikla á- nægju liafði ég einnig af þvi að Iiitta dóttur Ilelga Stefánssonar, vinar mins í Wynyard, bröðurdóttur Þorgils Gjallanda og dótt- urdóttur Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Hún er kennari í Selkirk, bráðgáfuð. Vestur til Argyle. Fimmtudaginn 4. júli nokkuru eftir hádegi legg ég af stað veslur til Argyle. Góður er samferðamaður rninn þangað, séra Egill Fáfnis, sóknarprestur þar, og á hann einnig bílinn. Veð- ur er mjög lilýtt, svo að yfirhafnir, jakkar og höfuðföt lenda i aftursæti. Séra Egill ekur mjög hratt, o,g leikur svalandi gustur um bíiinn. Þykir mér þetta mjög þægilegt ferðalag, enda veitir okkur ekki af tímanum, þvi að vegalengdin til áfanga- staðar okkar, Glenboro, er um 105 mílur. Bílstjórnin leikur einn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.