Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 30

Kirkjuritið - 01.12.1945, Page 30
316 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. Barnaheimili Iiins sameinaða kirkjufélags að Hnausum. ínestu rausn og með þeim hætti, að þeim finnst hér vera heim- ili sitt. Læknirinn er hinn drengilegasti maður, bjartur á svip og ástúðlegur, vel gáfaður og skáld gott. M. a. sé ég fallega sálma, sem liann liefir ort. Frúin er einnig ágætlega menjituð, var hún kennari áður en hún giftist. Hún hefir um l(i ára skeið verið forseti Kvennasambandsins og stjórnað því giftusamlega. Meðal annars átti hún frumkvæði að því, að allstórt sumar- dvalarheitnili barna var reist að Hnausum við Winnipegvatn, og er það fullskipað á hverju sumri. Hún er glæsileg kona og sómir sér hið bezta í ræðustól. Er hún kosin á þinginu eftir- litsmaður sunnudagaskóla. Við njótum viðar mikillar gestrisni, meðal nnars á heimili Mr. og Mrs. Renesse. Á heimleið frá Árborg skoðum við barnaheimilið að Hnaus- um, og hafa konur úr Árnesbyggð búið okkur þar ágæta veizlu. Að Gimli. Frá Hnausum eru aðeins nokkurar milur suður að Gimli, sem ýmsir telja hjarta Nýja íslands, enda er þar haldin aðalhátíð fslendinga vestan hafs í ágústbyrjun ár hvert. íslendingar gáfu þessum stað „nafn fagurt“ eins og Eiríkur rauði Grænlandi, og þoldu þeir þar þó miklar nauðir. Þar er reistur varði til minn- ingar um landnámið og landnemana, þennan hetjukynstofn, sem orð Matthíasar eiga við:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.