Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 40
326
Ásmundur Guðmundsson:
Nóv.-Des.
er ég messaði. Nú aðeins fá. En ég veit þó deili á flestum, eða
öllum. Þetta er mikil stund í lífi mínu, einstæð og nærri þvi
mér um megn. Minningarnar streyma að liver af annarri. Mér
finnst mér vera að tala bæði við lifendur og dána, og þeir hafi
þó í rauninni miklu meira við mig að segja. Eftir messuna er
okkur boðinn hádegisverður á heimiii Narfa Guðbrandssonar
Narfasonar og frú Jakobínu, konu hans. Mun það eitthvert mesta
myndarheimili þessa byggðarlags eins og heimili foreldra þeirra
voru á sinni tið.
Helgi Helgason ckur okkur séra Sigurði til Leslie, næsta kaup-
túns fyrir vestan. Samkomuhúsið þar er alskipað fólki, og mun-
um við séra Sigurður alls hafa fengið um 900 áheyrendur i
Vatnabyggðum. Mér þykir mjög vænt um þessa miklu aðsókn,
sem er alstaðar undantekningarlaust. Golt er að lialda guðs-
þjónustu í þessu samkomuhúsi, söfnuðurinn samstilltur og
hefir prýtt ræðupúltið blómum, en á baksviðinu er mynd af
íslenzku héraði. Margt er þarna af góðu söngfólki, meðal ann-
ars tveir bræður Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Við höf-
um hugsað okkur að aka frá Leslie beint til Wynyard, en hjón,
sem ég þekkti liér vestra fyrrum, ieggja að okkur af svo mik-
illi ástúð að koma heim til sín, að við stöndumst ekki þeirra
góða boð. Þetta eru Ásgeir Gíslason, náfrændi Guðmundar Einn-
t)ogasonar, og kona hans. Þau eiga heima á Ijómandi fallegri
jörð, og yfir heimilisbragnum er einhver yndisþokki, sem ekki
verður með orðum lýst. Þetta er fagnaðarstund, og tíminn lið-
ur fyrr en varir við samræður og söng. Þau eiga 10 börn lijón-
in, uppkomin öll að heita má. Hclmingurinn er hér í dag, og
sjaldan hefi ég séð meiri birtu yfir ungu fólki. Á nú ísland
ekki þennan lióp, þótt Irann sé fæddur og uppaiinn vestan tiafs?
Ekki verð ég annars var en að íslenzkan sé' þar í góðu lagi. Og
jafnvel þó það sé ekki, sem mér þykir ósennilegt miðað við for-
eldrana, þá er ég viss um, að í jressum börnum búa beztu eðlis-
kostir íslendinga. Mér verður Iiorft langt, langt fram í tínian.
Enskan verður móðurmál Vestur-íslendinga, en þeir liætta ekki
fyrir því að vera íslendingar. Það, sem dýrast er og dýpst i
íslendingseðlinu, verður áfram eign þeirra, og þeir halda a-
fram að hugsa og segja eins og unga fólkið gerir enn í dag:
„Heima á lslandi“. Þó er þess ekki að dyljast, að islenzkunámið
er einhver bezta verndin í þessum efnum og býr yfir undur-
samlegum uppeldismætti. Þjóðarbrotin báðum megin hafsins geta
í andlegum skilningi orðið ein þjóð enn um langan aldur. Við
skiljum seint við þetta heimili, og senn er kl. 8, en þá á messa