Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.12.1945, Blaðsíða 34
320 Ásmundur Guðmundsson: Nóv.-Des. lundum. M. a. sýnir hann mér kirkjur sinar, að Grund, Baldri og Brú, vegleg Guðs hús, einkum hin fyrst talda og elzta. í ferðinni komum við snöggvast til blinda mannsins. Þorsteinn heitir hann Sveinsson af Norðurlandi. Hann er stór vexti og kempulegur, nokkuð við aldur. Höfuðið mikið og gáfulegt, líkt þvi sem ég hugsa mér, að verið hafi á Agli Skallagrímssyni. Hann er ærið þungur á brún, er hann minnist á það, sem hon- um fellur ekki. Hann vill, að menn vandi betur íslenzkuna og að börnin læri að tala hana rétt. íslenzkan er vizkubrunnur. Honum þykir hart að heyra fólk segja séra Fáfnis eða séra Sig- mar eða séra Eylands. Nei, þar á skírnarnafnið alltaf að vera næst: Séra Egill, séra Haraldur, séra Valdimar. Og svo geta menn ekki einu sinni haft íslenzku spakmælin rétt eftir. Þeir segja t. d.: Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Eins og feður okkar liefðu nokkru sinni getað sagt, að land skyldi eyða með ólögum. „Nei. Með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða“. Mér virðist málsmekkur þessa manns hárviss og liann lifandi sönnun jjess, hve vel megi varðveita feðratunguna vestan liafs. Síðasta heimilið, sem ég dvelst á í Ar- gyle, er heimili Júlíusar Olesons i Glenboro og konu hans, mjög gáfulegra hjóna. Hann er góður ræðumaður og vel pennafær. Förin aftur til Winnipeg gengur vel, en þungt fellur mér, ef prestaeklan mikla liér vestra veldur j)ví, að íslendingabyggðin blómlega í Argyie verður prestslaus. Að Lundum. Lundar standa nokkuru vestar en Árborg á landspildunni milli Winnipegvatns og Manitobavatns. Þar boða ég messu sunnudaginn 8. júlí og kem daginn fyrir. Séra Halldór E. John- son, prestur og ritstjóri,. ekur mér þangað í bíl sínum. Hann segir mér j>að eitt um ætt sína, að liann sé náfrændi Einars Benediktssonar og Símonar Dalaskálds. Þarf ég því ekki að undrast, þótt liann sé „kvistur kynlegur". Hann ræðir mikið um mannfélagsmál og endurbætur, sem gera þurfi á þvi sviði. Vill liann um fram allt vera kristinn jafnaðarmaður. Á leið- inni heimsækjum við okkur til mikillar ánægju frú Sigríði Árna- son, ekkju séra Guðmundar, sem var allmörg ár forseti Sam- einaða kirkjufélagsins. Lundar er réttnefni, en byggðin umhverf- is þorpið er nefnd Álftavatnsbyggð. Ná íslendingabyggðir hér langt norður með Manitobavatni. Hér á konan mín frændfólk og ég borgfirzka vini. Dvelst ég lengst á heimili þeirra Hjartar Pálssonar frá Norður-Beykjum og Kristínar Þorsteinsdóttur frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.