Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 20

Kirkjuritið - 01.07.1947, Page 20
200 Prestastefnan 1947. Júlí-Okt. að Odda á Rangárvöllum, í stað séra Erlendar Þórðarsonar, er lét af prestsstörfum sökum hcilsubrests. Séra Arngrímur er fæddur að Arnarnesi við Eyjafjörð 3. marz 1923. Hann iauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyr- ar vorið 1943 og embættisprófi i guðfræði við Háskóla íslands 1946. Séra Bjartmar Kristjánsson vígðist í Reykjavík hinn 14. júlí s. 1. sem settur prestur að Mælifellsprestakalli í Skagafirði, og’ hefir nú hlotið lögmæta kosningu þar og verið veitt brauð- ið. Hann er fæddur 14. april 1915 að Ytri Tjörnum i Eyja- firði og albróðir séra .Benjamíns Kristjánssonar að Laugalandi. Tók stúdentspróf á Akureyri 1941 og embættispróf í guð- fræði við Háskólann hér 1946. Séra Kristinn Hóseasson var vígður 14. júlí s. 1. sem settur prestur að Hrafnseyri við Arnarfjörð en hefir nú nýlega fengið veitingu fyrir Eydalaprestakalli í S.-Múlaprófastsdæmi. Hann er fæddur 17. febrúar 1916 að Höskuldsstaðaseli i Breiðdal. Lauk stúdentsprófi á Akureyri 1942 og embætlisprófi í guð- fræði við Háskólann hér 1946. Séra Siffurður M. Pétursson vígðist einnig 14. júli s. 1. til Breiðabólsstaðar á Skógarströnd sem settur prestur þar. Hann er fæddur 20. október 1920 að Tungukoti á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu. Lauk stúdentsprófi i Reykjavík 1942 og embættis- prófi í guðfræði við Háskólann 1946. Hinn 23. febrúar vígði ég Pétur Siffurgeirsson aðstoðar- prest til séra Friðriks J. Rafnar, prófasts á Akureyri og vígslu- biskups, samkvæmt ósk hans þar um, en séra Friðrik liafði þá kennt allmikils lasleika, og var af læknum eindreg'ið til þess ráðið, að taka sér hvíld frá störfum Um eins árs skeið. Séra Pétur er fæddur á ísafirði 2. júni 1919. Lauk stúdents- ])rófi við Menntaskólann i Reykjavík 1940 og embættisprófi í guðfræði við Háskóa íslands vorið 1944. Sigldi þá um haust- ið til Vesturheims og' stundaði framhaldsnám í guðfræði i Philadelphiu í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaraprófi (S. T. M.). Jafnframt námi starfaði hann nokkuð fyrir ís- lenzka söfnuði vestra. Hann kom heim vorið 1946 og starfaði síðan við Kirkjublaðið o. fl. unz hann, eins og áður segir, fór norður til Akureyrar. imks hefir séra Sigurffur Einarsson fyrruin prestur í Flatey á Breiðafirði og síðar dósent í guðfræði, gengið að nýju í þjónustu kirkjunnar og verið skipaður sóknarprestur í Holts- prestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi frá 1. nóvember 1946 að telja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.