Kirkjuritið - 01.07.1947, Qupperneq 40
220
Ásmundur Guðmundsson:
Júlí-Okt.
Eideni erkibiskup i Uppsölum, Olaf Moe prófessor í
Osló, Wentz prófessor frá Pennsylvaniu, Max von
Bonsdorff, biskup frá Borgá á Finnlandi, Franklin
Fry, yfirmaður lúterskra kirkjufélaga í Vesturheimi,
Hanns Lilje, biskup í Hannover, og Hans Meiser, bisk-
up í Múnclien. En ritari þessarar framkvæmdanefndar
var dr. Michelfelder frá Genf. Mun allra mest hafa á
honum mætt. Virtist hugsað fyrir öllu, andlegu og lik-
amlegu: Erindum, ræðum, ályktunum, nefndarskipun-
um, næturstöðum, vistum og veitingum.
II.
Dagana fyrir þingið tóku menn að tínast að úr öllum
áttum. Við komum íslendingarnir að kvöldi 29. júní og
fengum gistingu lijá bankastjórahjónum, er tóku okkur
af frábærri alúð. Morguninn eftir héldum við til skrif-
stofu þingsins að vitja um skjöl okkar og skilríki, og
var þar kliður af mörgum tungumálum, einkum ensku
og þýzku. Á næstu grösum voru fundarsalir og matstof-
ur í húsakynnum Háskólans og háskólastúdenta inni i
unaðslegum trjálundi, þar sem standa líkön nokkurra
af andans stórmennum Svia, svo sem Esajasar Tegnérs.
Fánar blöktu á báum stöngum, en yfir gnæfðu turn-
ar dómkirkjunnar, traustir og tignarlegir. Lundur þurfti
sannarlega ekki að fyrirverða sig fyrir fundarstaðinn.
Dómkirkjan átti 824 ára afinæli þennan dag. Fyrsta
altari hennar var vigt 30. júní 1123, tæpum tveimur ára-
tugum eftir það, er erkibiskupsstóll var settur í Lundi
og Jón Ögmundsson binn helgi vígður biskupsvígslu.
Voru messur þá sungnar i kreptínum, sem er undir
kórnum. Nú skyldi minnast þessa atburðar með há-
tíðaguðsþjónustu í upphafi kirkjuþingsins. Máttugur og
fagur klukknaliljómur kallaði okkur til tíða, og' á
skammri stundu fylltist kirkjan fulltrúum og gestum
og bæjarbúum. Munu fulltrúar liafa verið 175, en gestir
359, alls frá 27 þjóðum úr öllum heimsálfum, og er það