Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 87
Kirkjuritið.
Reisið steininn.
267
þó að töggur væri í). Vil ég benda einhverjum áhugasömum
manni á séra Jón lærða, sem afbragSsefni í doktorsritgerð.
Leitt er, aö höf. skuli lýta þessa prýðilega rituðu grein með
því að gera sér hundrað ára krók til þess eins að skjóta eitt
„feilskot“ á „hina svonefndu nýguðfræði“, bls. 30. Enginn
var um hana að tala.
Veigamest hinna ritgerðanna er grein Barths: Hinn nýi heim-
ur Bibiíunnar. Sýnir hún, að Barth getur skrifað skiljanlega, ef
hann nýtur sín fyrir ofvitinu.
Vonandi er að „Frækorn dafni og vaxi og kveiki líf og lieil-
næman gróður. M. J.
REISIÐ STEININN
[Vígsluljóð, er Hið evangeliska lúterska kirkjufélag íslend-
inga í Vesturheimi reisti dvalarheimilið Sumarbúðir].
Upp, upp reis steininn, „eg' er j)ar,“
svo innti Herrann forðum.
Hann gefur enn hið sama svar
með sínum kærleiks orðum.
„Og kljúfið viðinn; hann er hér“.
Þann helgidóm ]iar finnum,
að náðarkraftinn nálgumst vér,
í nafni Guðs ef vinnum.
Ó — heill sé þeim, er hornsteininn
með höndum sínum lagði.
Það gekk svo vel, að grunnurinn
frá gjöfum Drottins sagði.
Það hulinsmál svo öflugt er,
sú andagift livi veldur,
að byggingin var hafin hér
og hennar lífsins eldur.
Að „Sumarbúðum“ sæmd er vís;
um sigur þann oss dreymir,
jjví atorkan j:>ar endurrís,
sem íslenzk menning geymir.
í þrautunum gafst l)rótturinn
og þolinmæðin góða.
Þann ávöxt ber sú auðlegðin
í innsta sálargróða.