Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 29
KirkjuritiS.
Prestastefnan 1947.
209
Og flutti guðsþjónustur í öllum kirkjunum. Var sú ferð liin
ánægjulegasta. Vil ég' nota þetta tækifæri til þess að þakka
prófasti og prestum prófastsdæmisins fyrir liinar ágætu við-
tökur og biðja þá að skila kveðju minni til safnaðanna.
Ur guðfræðideild Háskólans hafa aðeins tveir kandidatar
útskrifast á árinu:
Kristján Bjarnason, er nú hefir verið vigður til Svalbarðs-
þinga, og Andrés Ólafsson.
Það er orðið alvarlegt áhyggjuefni, hve fáir menn stunda
nú nám i guðfræðideildinni og útskrifast þaðan. Skortur á
þjónandi prestum hefir veið og cr enn mjög tifinnanlegur.
En vonandi er þetta aðeins stundarfyrirbrigði, afleiðing af
hinum óheilbrigðu tímum styrjaldaráranna. í raun og veru
er ekkert starf göfugra, eftirsóknarverðara og fegurra en
prestsstarfið, ef það er unnið af áhuga, fórnfýsi og í kær-
leika. Við skulum vona, að augu hinna ungu menntamanna opn-
ist betur fyrir þeim sannleika á næstu árum.
Á síðastliðnu sumri fór ég utan og sat biskupafund Norð-
urlandabiskupa í Store Sundby i Svíþjóð. Það var mjög á-
nægjulegur fundur og geymi ég um þær stundir margar bjart-
ar og hlýjar minningar. Flutti ég um fundinn tvö útvarps-
erindi.
Yfirleitt var allmikið um kirkjulega fundi á Norðurlöndum
á þessu liðna synodusári og mættu á sumum þeirra fulltrúar
frá íslensku kirkjunni.
Utanfarir presta voru með mesta móti á árinu.
ör. fíjarni Jónsson vígslubiskup og dómprófastur í Reykia-
v>k fór til Danmerkur og Svíþjóðar á síðastliðnu sumri og
sat meðal annars kristilegt mót á Lálandi.
Séra Friðrik Hallgrimsson f. dómprófastur fór til Englands
°g allt suður til Spánar. Hann gekk meðal annars á fund
erkibislcupsins i Kantaraborg.
Séra Jakob Jónsson var einnig á ferðalagi um Norðurlönd og'
Sat prestafund í Bergen.
Séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulholti dvaldi einnig erlendis
þess að kynna sér kirkjulega safnaðarstarfsemi. Hann sat
>aeða annars kirkjuþing í Stokkhólmi.
Séra Sigurður Guðmundsson prestur að Grenjaðarstað dvaldi
iini liríð á Norðurlöndum og sat liann norræna prestafundinn
1 Bergen.
Séra Sigurbjörn Á. Gislason sat og þennan sama fund.