Kirkjuritið - 01.07.1947, Blaðsíða 62
242
Benjamín Kristjánsson:
Júlí-Okt.
Telja má sennilegt um Hall Gizurarson (Hallssonar),
að liann liafi skóla haldið meðan liann var ábóti (1224
—’30). En um Brand Jórisson ábóta (1247—’60) af ætt
Svífellinga er það beinlínis vitað, að liann hélt skóla
á staðnum og kenndi ýmsum ungum mönnum klerk-
leg fræði, sem nafnkunnir urðu síðar, t. d- Jörundi Þor-
steinssyni Hólabiskupi, Staða-Árna og Runólfi Sig-
mundssyni, sem ábóti varð í Þykkvabæ, eftir Brand.
Gaf liann þessum lærisveinum sínum þann vitnisburð,
að engum hefði hann jafnminnugum lcennt sem Jör-
undi, engum, sem jafngóðan hug hefði lagt á nám sitt
og Runólfur, en engum jafn hvössum í skilningi og Árna
biskupi Þorlákssyni1).
Brandur Jónsson ábóti hefir framað sig erlendis og
ef til vill verið í skóla þar, því að getið er um útkomu
lians 1232 (annálar). Hann þótti liöfuðklerkur sunnan
lands um sína daga og var tímum saman officialis i
Skállioltsbiskuijsdæmi og seinna biskup á Hólum. Hef-
ir hann verið einn hinn lærðasti maður á Islandi í þenna
tíma, latinumaður með afbrigðum og ritað kjarnmikla
norrænu2). Talið er, að bann liafi þýtt Alexanderssögu
fyrir Magnús konung Hákonarson og Makkabeabækurn-
ar (Gyðinga sögu) og sumir telja að hann muni eiga
talsverðan þátt í Stjórn, sem er elzta Bibliuþýðing á
Norðurlöndum3), og bera þessar þýðingar vott um það,
að höfundur þeirra liefir verið þaullesinn í öllum kirkju-
fræðum sinna tíma. I ágætri ritgerð um Brand Jónsson
í Skírni 1923, hefir Tryggvi Þórhallsson fært sterk rök
að því, að Brandur muni vera höfundur hinnar merki-
B Bisk. I, 68.
2) Sbr. Bisk. I, 681: (Árni biskup) „sá þenna mann (þ. e.
Brand) mikinn atgervismann í hagleik og riti, og hvassan í
skilningi til bóknáms, svo um þann hlut var hann formenntur
flestum mönnum að jöfnu námi“.
3) Ný félagsrit XXIII.