Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 65

Kirkjuritið - 01.07.1947, Side 65
Kirkjuritið. Menntun presta á íslandi. 245 sem hann megi vel læra"1). Einnig er getið um kennslu þar meðan Halldór Ormsson var ábóti (1477—1509)2). Þá ætla menn, að Narfi ábóti ívarsson á Helgafelli (1512 —1527) hafi skóla haldið og eru til hréf, er sýna að svo hafi verið, því að 13. september 1514 skipar Stefán hisk- up í Skálliolti Eyjólfi bónda Gíslasyni, Mókoll yngra, staðinn í Selárdal til forstöðu og ábyrgðar þar til Magn- ús, sonur Eyjólfs, „sem nú er til skóla með herra Narfa ábóta“, er orðinn svo mannaður í kunnáttu, siðferði og aldri „undir þvílíkum læriföður“, að hann megi með líkindum veita staðnum góða forstöðu3). Þórður lög- maður Guðmundsson lærði lijá Halldóri Týrfingssyni, sem var síðasti ábóti á Helgafelli4). I Viðeyjarklaustri, sem stofnað var 122(5, var fyrst prior Styrmir Kársson hinn fróði (1235—1245), kunnur lærdómsmaður. Getið er um kennslu þar, þegar Páll Kjarni var ábóti 1379—1402. Gerði þá Valgarður Lofts- son samning við ábóta 1380, um kennslu og fæði Björns, sonar sins um sex ár, og galt klaustrinu 20 hundraða jörð fyrir5). Síðasti áhóti í Viðey var Alexíus Pálsson (1533—’50), kunnur prestakennari, eins og fyrr getur. Jafnvel á Reynistað, þar sem nunnuklaustur var, lief- ir prestakennsla farið fram öðru hvoru, og liafa þá sennilega klausturprestarnir séð um skólahaldið6). Einnig hafa nunnurnar fengið tilsögn í lestri og skrift í klaustrinu7). 1 Skriðuklaustri er skólahald á dögum Ogmundar biskups, sem hréf hans 1. okt. 1524 vottar. Þar kvittar hann Jón Jónsson munk af barneign, en x) D.I. IV, 615. 2) D.I. VI, 612—613. 3) D.I. VIII, 516. 4) D.I. XI, 120. 5) D.I. III. 354—355. °) D.I. IV, 642—643; D.I. VIII, 343. 7) D.I. III, 752.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.